Trú og/eða siðir

Kröftug og stundum óvægin umræða á blogginu um trú, trúboð í skólum og siðmennt fær mig til að skoða minn hug - en það er eitt af því sem ég kann að meta við þennan miðil.

Ég komst að þeirri niðurstöðu fyrir margt löngu að sú kristni sem mér var boðuð í æsku fjallaði nær eingöngu um feður og syni og heilaga anda - ekki um mæður og stelpur eins og mig. Ég var eins konar boðflenna í þessu samkvæmi. Nú - þá fór ég að leita eftir samfélagi sem bauð mig velkomna og skoðaði margt. Fann mér ekki samastað í neinum skipulögðum trúarbrögðum en viðaði að mér því sem hjarta mitt er sátt við. Það heitir ekkert sérstakt en er mitt leiðarljós í samskiptum við lífið. Þannig vil ég hafa það.

Jólin eru mér kær - þá er ljós sólarinnar að snúa til baka á þessum norðlægu slóðum. Sígrænt greni er tákn þess að lífið er ekki horfið, það kemur aftur eftir myrkur og kulda. Kærleikur til manna er lífvænlegri afstaða heldur en hatur og tortryggni - þetta gengur allt upp fyrir mér.

Trú þýðir að taka inn boðskap að utan og samþykkja hann, þannig verða til skipulögð trúarbrögð. Oftast boðskap sem misvitrir menn hafa túlkað upp úr gömlum handritum. Úr því hafa orðið til siðir og venjur og söfnuðir sem ófust inn í vef samfélagsins og stofnanir þess. En heimurinn tekur örum breytingum þessi árin og við virðumst vera illa í stakk búin til að taka á móti öðruvísi siðum og venjum, ekkert undarlegt við það heldur enda er íhaldssemin ein birtingamyndin á ótta við að vera að missa eitthvað. Við vitum kannski ekki alltaf hvað við gætum verið að missa - en þetta eru skiljanleg óttaviðbrögð. Sennilega er þá best að kynna sér eins vel og hægt er hvað þetta nýja er. Besta leiðin til að yfirstíga óttann er að mæta honum. Svo er aldrei að vita nema þetta nýja geri líf okkar betra.

"It is fear that first brought Gods into the world."
Gallus Petronius, Roman courtier and wit (1st cent.).

"Men become civilized, not in proportion to their willingness to believe, but in proportion to their readiness to doubt."
"H.L." Mencken, American editor and critic (1880-1956).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst virkilega gaman að lesa bloggið þitt. Mér sýnist hér vera á ferðinni góð kona með sterka réttlætiskennd, og dýravinur, en þá eiginleika met ég svo mikils í fari hverrar manneskju.

Kærar þakkir,

Sigríður Birna Guðjónsdóttir,

Akureyri 

Sigga Birna (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband