Færsluflokkur: Bloggar
Almenn skynsemi óskast
11.2.2009 | 19:55
Nú er þessi sannleikur vísindanna ekki sannur lengur. Nú er ekki lengur hættulegt að borða egg á hverjum degi - sennilega bara bráðhollt. Svona eru hin heilögu sannindi vísindana, breytileg eins og annað í mannheimum. Hversu oft hafa ekki komið alvarlegar viðvaranir varðandi einhver matvæli sem hafa síðan snúist við einhverjum árum síðar.
Almenn skynsemi segir að matur sem forfeður okkar hafa þrifist á séu hollir fyrir okkur líka. En vísindamenn þurfa að hafa eitthvað til að sýsla við - en gott að hafa í huga að þeir eru ekki óskeikulir
http://news.bbc.co.uk/2/hi/health/7882850.stm?lss
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rödd skynseminnar
11.2.2009 | 18:29
Látið karpið bíða til kosningabaráttunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Börnin aukaatriði í drama fullorðnna
10.2.2009 | 11:40
Greinilega mikill skaðvaldur þegar foreldrar skilja í illu. En hvað með þau börn sem búa alla sína æsku við hjónaband foreldra sem skilja ekki þótt hjónabandi sé dautt eða svo gott sem? Vantar að rannsaka það líka. Oft eru það vond hjónabönd þar sem andlegt og/eða líkamlegt ofbeldi er til staðar en konan kemst ekki úr því. Mikill misskilningur að halda að það sé hægt að halda börnum utan við það ástand.
Niðurstaðan er sú að í heimi fullorðinna eru börnin afgangs stærð. Átök foreldra - oft með aðkomu annarra fullorðinna aðila s.s. félagsmálayfirvalda, verða aðalatriði en börnin sjást ekki né heyrast í þeim stormum.
Skilnaður skaðar börnin til langs tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Loose cannon?
10.2.2009 | 10:56
Er forsetinn að tala hér fyrir munn stjórnvalda eða er hann lausbeisluð fallbyssukúla? Það renna á mann tvær grímur yfir flestum fréttum þessa dagana - er stjórnleysið að verða algjört? Umsátur um Seðlabankann dag eftir dag - og við erum orðin að athlægi víða um heim. DO minnir helst orðið á Mugabe sem neitar að gefast upp. Fréttir berast frá hagfræðingum og öðrum fjármálagúrúum um að hér sé ýmist allt að falli komið eða að það sé nú orðum aukið.
Það er að koma í ljós mynd af samfélaginu sem er í hrópandi ósamræmi við niðurstöður alþjóðastofnana sem fyrir tveimur árum eða svo lýstu því yfir að Ísland væri allra landa best. Úr háum söðli að detta.
Þjóðverjar fái engar bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yfirskilvitleg handvömm
9.2.2009 | 22:14
Jæja - nú skil ég frá hverju nýjasta risa-smjörklípan á að dreifa athyglinni. Algjör leppalúðahegðun í hagstjórn þjóðarbúsins. Það skiptir engu máli hversu miklu moldviðri Sjálfstæðismenn á öllum vettvöngum eru að þyrla upp þessa dagana - þeim tekst ekki að firra sig ábyrgð á þeirri handvömm sem hefur komið okkur á þennan stað. Staðreyndin er sú að flokkurinn hefur talið sig vera hinn eina sem geti, kunni og eigi að stýra landinu og hér stöndum við nú. Með allt niðrum okkur hér heima og á alþjóðavettvangi.
Þetta er hárréttur tími að birta þessa skýrslu - á meðan DO er að reyna að búa til nornaveður ofsókna og persónulegs haturs allra gagnvart sér.
Þetta snýst ekki um DO - þetta snýst um yfirskilvitlega handvömm allra sem hefðu átt að grípa í taumana.
Veðjuðu á endurlífgun hagkerfisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leiðindi dauðans
9.2.2009 | 01:13
En ég tek nú undir það sem Gunnar Smári sagði í Silfri Egils í morgun- er orðin hundleið á fréttum um manninn. Er ekki komið að því að víkja athyglinni að öðrum mikilvægari málum og lofa forsætisráðherranum að díla við þetta mál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fjárhagslega sjálfstæð - hah!
7.2.2009 | 13:46
Það er mikið skrafað og rætt í útvarpi og sjónvarpi að vanda. Komandi kosningar, óþekkir seðlabankastjórar, ný bráðabirgðastjórn undir stjórn samkynhneigðar konu. En erum við að forðast að horfa á það sem er of ógnvænlegt - atvinnuleysissjóður tæmdur í haust, skuldir okkar svo stjarnfræðilega háar að það er engin leið að við getur greitt þær, nokkurntíma. Hvaða framtíðarsýn er það?
Ef við horfumst í augu við þetta þá fallast hendur - vonleysið grípur um sig - vanmátturinn læðist inn. Ísland hefur verið fjárhagslega sjálfstætt í fjögur ár, það er allt og sumt. Þegar bandaríski herinn fór þá hvarf síðasti speninn sem við höfum haft til að liggja á. Um það leiti varð til sú áætlun að verða bankaveldi á heimsvísu, hvaða stórmennskubrjálæðingi datt það í hug? Við hreinlega kunnum ekki að sjá okkur farborða ein og óstudd, norðmenn hika við að taka okkur að sér - skiljanlega - ESB er nægilega stöndugt til að bjóða okkur inn. En við höfum ekki sýnt í verki að við kunnum fótum okkar fjárhagsleg forráð.
Við hræðumst að ganga inn í ESB vegna þess að það mun kosta okkur. Við verðum að láta af kröfum um að fá að ráða öllu sjálf - og fyrir fjögurra ára krakka er það óskemmtileg tilhugsun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að skrifa söguna sjálfir
6.2.2009 | 21:52
Mikið skelfing er óþolandi að verða vitni að því að menn velji að standa í vegi fyrir - leggja steina í götu- þeirrar vinnu sem nú fer fram víða í samfélaginu. Þá meina ég að lífsnauðsynlegar breytingar sem verða að eiga sér stað í Seðlabankanum til að hægt sé að hefja uppbyggingu á einhverskonar trausti á Seðlabankanum, bæði hérlendis og erlendis. Það má vera að það sé margra ára verk - en það verður að hefjast NÚNA.
Það er eins og stjórnendur Seðlabankans séu tilbúnir til að valda ómældum viðbótarskaða fremur en að segja af sér - og segja þar með að þeirra eigin persónulegi orðstýr sé mikilvægari en orðstýr þjóðarinnar.
En þeir eru fyrst og fremst að reyna að skrifa þann hluta íslandssögunnar sjálfir sem fjallar um þá.
Aldrei tekist að reka almennilegan seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Verðleikar í stað peninga
4.2.2009 | 23:48
Gæti fælt frá hæfileikafólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Loksins!
4.2.2009 | 09:01
Þurfa bara að staðfesta framtalið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)