Leiðindi dauðans

Er seðlabankastjóri númer eitt ekki að misskilja eitthvað - hann er ekki forsætisráðherra lengur. Það hefur enginn þorað að segja honum það þegar honum var komið fyrir í Seðlabankanum eins og gjarnan er gert þegar menn vilja ekki verða sendiherrar í einhverjum útlöndum.
En ég tek nú undir það sem Gunnar Smári sagði í Silfri Egils í morgun- er orðin hundleið á fréttum um manninn. Er ekki komið að því að víkja athyglinni að öðrum mikilvægari málum og lofa forsætisráðherranum að díla við þetta mál.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mæl þú manna heilust. Þetta þvaður um DO er bara til að halda Íhaldinu í umræðunni svo við gleymum því ekki.

Ég segi nú bara eins og gert er á fundum 

Nú er komið að liðnum Önnur mál og þar er af nógu að taka.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.2.2009 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband