Fjárhagslega sjálfstæð - hah!

Það er mikið skrafað og rætt í útvarpi og sjónvarpi að vanda. Komandi kosningar, óþekkir seðlabankastjórar, ný bráðabirgðastjórn undir stjórn samkynhneigðar konu. En erum við að forðast að horfa á það sem er of ógnvænlegt - atvinnuleysissjóður tæmdur í haust, skuldir okkar svo stjarnfræðilega háar að það er engin leið að við getur greitt þær, nokkurntíma. Hvaða framtíðarsýn er það? 

Ef við horfumst í augu við þetta þá fallast hendur - vonleysið grípur um sig - vanmátturinn læðist inn. Ísland hefur verið fjárhagslega sjálfstætt í fjögur ár, það er allt og sumt. Þegar bandaríski herinn fór þá hvarf síðasti speninn sem við höfum haft til að liggja á. Um það leiti varð til sú áætlun að verða bankaveldi á heimsvísu, hvaða stórmennskubrjálæðingi datt það í hug? Við hreinlega kunnum ekki að sjá okkur farborða ein og óstudd, norðmenn hika við að taka okkur að sér - skiljanlega - ESB er nægilega stöndugt til að bjóða okkur inn. En við höfum ekki sýnt í verki að við kunnum fótum okkar fjárhagsleg forráð.

Við hræðumst að ganga inn í ESB vegna þess að það mun kosta okkur. Við verðum að láta af kröfum um að fá að ráða öllu sjálf - og fyrir fjögurra ára krakka er það óskemmtileg tilhugsun.       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þarna ert þú að velta upp nokkuð forvitnilegum steini. Sjónarhornin eru mörg og vert að soða þau.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.2.2009 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband