Við Tjörnina á föstudaginn langa

Dásamlegur dagur við Tjörnina. Að fylgjast með fuglunum vera að hefja tilhugalífið og brosa að gæsasteggjunum sem taka afbrýðissemisköst þegar einhver annar steggur kemur of nálægt hans útvöldu. Þeir víla ekki fyrir sér að hóta fullorðnu fólki með hvæsi og tilburðum ef maður kemur of nálægt henni. Sterkar eðlishvatir.

Þegar ég kom að norðurbakkanum tók ég eftir tveimur ungum körlum (homo sapiens) sem sátu á bekk, þeir hlógu og tóku ljósmyndir. Þegar ég fór að gá hvað skemmti þeim svona mikið sá ég að undir öðrum bekk kúrði stokkönd og í kringum hana var stór hópur steggja, um það bil 12 sýndist mér. Þeir voru í biðröð að komast upp á öndina. Hún reyndi að komast undan þeim en það var útilokað, þeir eltu hana allir.

Mín viðbrögð voru að bjarga henni úr þessari hópnauðgun! Ég hefði átt að vita betur. Þótt mér tækist að hrekja steggina frá öndinni og hún komst út á Tjörnina aftur, þá var ljóst að þeir myndu drekkja henni þar og henni tókst að skreiðast upp á bakkann aftur og steggjaskarinn á eftir henni. Ég sá að mér væri ómögulegt að grípa inn í þessa atburðarás. En þegar ég kom að bekknum þar sem ungu karlarnir sátu og hlógu og tóku myndir af atburðinum staldraði ég við. "Þeir eru að drepa hana" sagði ég. "Hún vill þetta kannski bara" hló annar þeirra. "Sýnist þér það" spurði ég undrandi. "Hún er á flótta, haltrandi. Sýnist þér hún vera þáttakandi í þessu?".

Ég varð satt að segja hugsi eftir þetta. Já - ég tók þetta nærri mér. Mér sýndist þessi önd jafnvel ekki eiga eftir að lifa þetta af. Ég er ekki náttúrufræðingur og veit ekki hvort þessi hegðun er þekkt fyrirbæri. En hitt veit ég að menn eru ekki dýr. Dýrslegt eðli er dýrslegt eðli. Ekki mannlegt eðli. Og það sem truflaði mig voru viðbrögð þessara ungu karla - að finnast þetta fyndið og taka ljósmyndir í hláturskasti. Óneitanlega tengi ég þetta við umræðuna um klámið. Er sýn karla svona gjörólík sýn kvenna? Með öllum fyrirvörum á því að vera ekki að rugla saman viðbrögðum við dýralífi og mannlífi þá spyr ég mig, ef þessir ungu karlar yrðu vitni að hópnauðgun á konu myndu þeir taka myndir og segja "hún vill þetta kannski bara".

Satt að segja dró ský fyrir sólu á annars yndislegum degi.


Vændi löglegt og þá væntanlega skattskylt

Þótt alvarleikinn í vændismálum sé mikill þá er ekkert sem jafnast á við að afhjúpa vitleysisganginn með húmor. Þannig skil ég fréttina um karlinn sem vill kæra fjármálaráðherra fyrir að hagnast á vændi. Um að gera að láta á þetta reyna og sjá hvort þessi kæra kemst eitthvað lengra í réttarkerfinu en allar klámkærurnar. Það er allt í upplasusn og ruglingi í þessum málum - þess vegna er öll þessi umræða svo gagnleg. Kærurnar líka. Og húmorinn.


Berlín

Fór í helgarferð til Berlínar um síðustu helgi og gisti hjá vinkonu þar. Við komum víða við þessa þrjá daga. Fyrst er að telja heimildarmynd um Alpahornin Svissnesku og jóðlið. Hornin eru 3 - 4 metra löng. Ég vissi ekki að það gilda ströng lög um hvernig má blása í þau, og hvernig má jóðla. En þetta er fúlasta alvara hjá þeim.

Síðan fórum við á dásamlega kammertónleika, stjórnandinn var sérlega léttur í lund við að stjórna Beethoven verki - svo léttur að hann þeytti stjórnpinnanum tvisvar út í loftið og eltist við hann út í sal. Vinkonu minni var ekki skemmt - fannst þetta léttúðug hegðun - en mér fannst þetta bráðfyndið.

Við sáum sýningu á Tíbeskum verðmætum úr fórum Dalai Lama m.a. Ekki fylgdi sögunni hvort hann (eða Tíbetar) hafi samþykkti það að Kínverskir ráðamenn senda þessa hluti frá Potala höllinni í Lhasa, og þeir hafa örugglega ekki verið spurðir - en þarna var til sýnis gullin hempa hans skrýdd gimsteinum. Margar fornar gullnar styttur af andlegum meisturum þeirra. Kínverjar eru sennilega að byggja menningabrýr og reyna að laga ásýnd sína. Barátta Tíbeta fyrir sjálfræði fær mikinn stuðning í Þýskalandi.

Vorið er rétt að sýna sig í Berlín mánuði á undan áætlun - eitt og eitt tré í blóma. Gott að komast af klakanum og í menninguna í útlöndum af og til. Sötra gott kaffi úti á kaffihúsastétt.


Er þetta ekki ósvífið...

Mér finnst nú alla jafna þessar tilraunir til að svindla á manni með aumkvunarverðum tölvupósti ásamt því að vekja upp græðgina í manni vera fyndnar - en þessi gekk fram af mér. Að misnota nafn manns sem vitað er að er í fangelsi í Moskvu. Nú fer ég að tvístíga - eru ef til vill allir þessir aðilar sem er verið að segja raunarsögur af í tölvubréfunum til? Og í desperat aðstöðu? Læt þetta bréf fylgja með, það á að vera frá einkaritara Khodorkovsky fyrrverandi forstjóra Yukos Oil:
Subject: CONFIDENTIAL BUSINESS!!!
Date: March 3, 2007 7:14:38 AM GMT+00:00
From: larisakaya@epostam.eu

UL.SPORTIVNAYA 29A
LYUBERETSKIY RAYON,
MOSCOW OBLAST,
141056,
MOSCOW.

ATTN:

MY NAME IS MRS.LARISA NITSKAYA, PERSONAL SECRETARY TO MR.BORIS MIKHAIL KHODORKOVSKY, THE ARRESTED
CHAIRMAN/CEO OF YUKOS OIL AND BANK MENATEP SPB IN RUSSIA. I HAVE THE DOCUMENTS OF A LARGE AMOUNT OF FUNDS WHICH HE HANDED OVER TO ME BEFORE HE WAS DETAINED AND NOW BEEN TRIED IN RUSSIA FOR FINANCING POLITICAL PARTIES (THE UNION OF RIGHT FORCES, LED BY BORIS NEMTSOV AND YABLOKO, A
LIBERAL/SOCIAL DEMOCRATIC PARTY LED BY GREGOR YAVLINSKY) OPPOSED TO THE GOVERNMENT OF MR.VLADMIR PUTIN, THE
PRESIDENT THEREBY LEADING TO THE FREEZING OF HIS FINANCES AND ASSETS.

MEANWHILE,I'M UNDER SEVERE SECURITY MONITORING ALONG WITH SOME OF MY COLEAGUES BY THE ORDER OF THE GOVERNMENT,HENCE MY MOVEMENT IS HIGHLY RESTRICTED AND MY PHONE CONVERSATION BEING MONITORED,HENCE I CANNOT BE ALLOWED TO TRAVEL OUT OF RUSSIA,PENDING THE OUT COME OF THE CASE OF MY
BOSS,WHICH I DON'T KNOW WHEN IT WOULD COME TO AN END OR THE FINAL VERDICT.

PLEASE BE SO KIND TO CONTACT ME AT YOUR EARLIEST CONVENIENCE FOR A WAY FORWARD.I FOUND YOUR EMAIL ADDRESS THROUGH THE INTERNET WHILE SEARCHING FOR A POSSIBLE PARTNER FOLLOWING AN OPPORTUNITY THAT WILL BE OF IMMENSE BENEFIT TO US,IF PURSUED TO ITS LOGICAL ONCLUSION.ALTHOUGH,I DO NOT KNOW YOU IN PERSON BUT I DO MAINTAIN MY LATE FATHER'S PHILOSOPHY WHICH STATES THAT BUSINESS IS PEOPLE AND CONTACTS.BUSINESS IS ALWAYS BASED ON TRUST AND OPEN MINDEDNESS,AND IT IS ON THIS NOTE THAT I ACT SO AS
TO ASSIST ME THROUGH MY PERSONAL LAWYER,TO RE-PROFILE THE FUNDS AND EQUALLY INVEST SAME ON HIS BEHALF IN YOUR COUNTRY.THE TOTAL AMOUNT OF FUNDS TO BE RE-PROFILLED IS TWENTY FIVE MILLION DOLLARS (USD$25,000,000.00).

IN LINE OF THE ABOVE AND CONSIDERING YOUR SERVICES REQUIRED,I THEREFORE MAKE AN OFFER OF 20% OF THE NET VALUE OF THE TOTAL SUM AS YOUR ENTITLEMENT/COMMISSION FOR YOUR MANAGEMENT SERVICES RENDERED TOMAKE THIS TRANSACTION A SUCCESS.

I HUMBLY REQUEST THAT YOU SEND YOUR LETTER OF ACCEPTANCE TO MY PERSONAL LAWYER,BARR.JOSEPH ALFORD,A BRITISH CITIZEN BASED IN MANCHESTER U.K,VIA HIS PRIVATE CONTACT ADDRESS ONLY ON,

BARR.JOSEPH ALFORD ESQ
TEL: 44-70-45703001
FAX: 44-870-9741509
EMAIL:alford_chambers@fastmail.es
EMAIL:alford_chambers001@yahoo.com.hk

FURTHERMORE,IF YOU ARE NOT FAMILIAR WITH YUKOS OIL COMPANY'S PROFILE OR THE REASON OF MY BOSS MR.MIKHAIL KHODORKOVSKY'S ARREST,PLEASE TAKE A MOMENT OF YOUR VERY BUSY SCHEDULES TO READ ABOUT IT ON THE FOLLOWING INTERNET WEBPAGES:
http://www.yukos.com/vpo/default.asp#7573
http://www.pbs.org/frontlineworld/stories/moscow/khodorkovskyinterview.html
http://www.mosnews.com/mn-files/khodorkovsky.shtml
http://newsfromrussia.com/main/2003/11/13/51215.html
http://news.bbc.co.uk/1/hi/business/4459395.stm

FINALLY,MORE DETAILS OF THE LOGISTICS AND MODALITIES OF REALIZING THIS TRANSACTION SHALL BE DISCUSS BETWEEN YOU AND MY PERSONAL LAWYER UPON THE RECEIPT OF YOUR WILLINGNESS,CAPABILITY AND INFORMATION.

YOURS SINCERELY,

MRS.LARISA NITSKAYA.
Email:larisakaya@epostam.eu


Hvað er fréttnæmt?

Það heyrist víða að meirihluti þjóðarinnar sé ekki á bak við frávísunina frægu. Mér finnst enn stærri fréttir að samkvæmt þessari könnun sé tæpur helmingur landsmanna sammála því að klæmráðstefnan hafi verið óæskileg. Nú eru um 10 ár síðan ungir (og eldri) feministar hófu aðgerðir gegn klámbylgjunni. Þá komst í hámæli fréttir af miklum fjölda ungra kvenna frá austur Evrópu sem voru fluttar hingað til að dansa á súlustöðunum sem spruttu upp eins og gorkúlur og netklámið hóf að aukast mikið. Mér er til efs að þá hefði tæpur helmingur þjóðarinnar verið nægilega meðvitaður um hvers eðlis klámiðnaðurinn er. Það hefur sem sé heldur miðað áfram í vakningunni.

Að vera án sjónvarps og uppgötva útvarp.

Vegna óheppilegrar tímasetningar minnar á beiðni um þjónustu hjá Símanum um að taka sjónvarpssendingar í gegnum ADSLið hefur verið sjónvarpslaust hér í 10 daga. Loftnetið á þakinu var ryðgað sundur og loftnetsmaðurinn neitaði að selja mér nýtt loftnet þar sem móttökuskilyrðin eru svo léleg. Það er ástæða til að staldra við það - ekki oft sem svona skínandi heiðarleiki verður á vegi manns. En fráhvarfseinkennin sögðu fljótt til sín. Skjárinn hefur verið sem símalandi gestur í stofuhorninu árum - ef ekki áratugum saman. En það fannst fljótt lækning við þvi - BBC7 útvarpið í gegnum tölvuna. Þar er ótrúlegt úrval af gömlu og nýju útvarpsefni - það elsta frá 1949 - alveg dásamleg dagskrá. Vildi bara vekja athygli á þessari skemmtun sem er engu lík að gæðum.

Góð grein í Independent...

og kemur beint inn í alla klámumræðuna á Íslandi í dag.
http://comment.independent.co.uk/commentators/article2293442.ece

Við fyrirgefum ekki!

Þessar vangaveltur um trúverðugleika - og traust til Ingibjargar Sólrúnar leiðir hugann að því hvort undir niðri sé þjóðin eins og traumatiseraður barnahópur sem mamman sveik. "Hún var búin að segjast ekki ætla að fara - en hún fór samt!"  Það verður seint fyrirgefið. Ef hins vegar er litið til styrks hennar sem stjórnmálaleiðtoga, með vítðæka þekkingu og reynslu, þá er ekki vafi á því að hún veldur jobbinu. Grow up!


Ekki verður hafið lífvana.

Það virðist vera að loftslagsbreytingar séu óumflýjanlegar og hraðar og nú þegar farnar að hafa áhrif á hvaða fiskitegundir koma inn á fiskimiðin og hvernig lífríkið mun hagar sér. Er ekki deginum ljósara að aðrar nytjategundir hljóti að koma þá í staðinn fyrir þær sem fara annað? Ekki verður hafið í kringum landið autt og líflaust.

Nú er sem sagt rétti tíminn til að kanna hvaða fiskitegundir munu venja komur sínar hingað og aðlaga veiðar, vinnslu og markaðsetningu og taka breytingunum með jákvæðum hætti. Ég efast ekki um að íslenskir athafnamenn munu fljótt átta sig á því hvernig sé arðbærast að bregðast við breyttum aðstæðum.


Síminn, stýrið eða stefnuljósin?

Mér varð skyndilega ljóst áðan hvers vegna notkun stefnuljósa í umferðinni er orðin hverfandi. Þar sem ég var á gangi í húminu áðan kom jeppi siglandi fyrir hornið inn í götuna. Engin stefnuljós, skiljanlega. Ökumaðurinn var í símanum.

Ég skora á hvaða ökumanns-snilling sem er að reyna að gera hvoru tveggja í einu, að tala í gemsann OG setja stefnuljósið á. Það er ekki hægt nema sleppa höndum af símanum eða stýrinu. Og þar sem við sleppum ekki símanum fyrr en í fulla hnefana og við finnum að það að sleppa stýrinu væri líklega hættulegasti kosturinn - nú þá sleppum við því að nota stefnuljósin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband