Vændi löglegt og þá væntanlega skattskylt

Þótt alvarleikinn í vændismálum sé mikill þá er ekkert sem jafnast á við að afhjúpa vitleysisganginn með húmor. Þannig skil ég fréttina um karlinn sem vill kæra fjármálaráðherra fyrir að hagnast á vændi. Um að gera að láta á þetta reyna og sjá hvort þessi kæra kemst eitthvað lengra í réttarkerfinu en allar klámkærurnar. Það er allt í upplasusn og ruglingi í þessum málum - þess vegna er öll þessi umræða svo gagnleg. Kærurnar líka. Og húmorinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Það er stundum eins og kjarninn í sumum málum týnist algerlega í allri vitleysunni. Eins og með vændismálið, þá er verið að spá í skattlagningu og alls konar, þegar við ættum eingöngu að velta fyrir okkur hvort við séum í rauninni sátt við að leyfa kaup á manneskjum?

En er sammála þér Dóra að húmorinn þarf að vera í lagi, hann er bókstaflega lífsnauðsynlegur :)

Thelma Ásdísardóttir, 24.3.2007 kl. 20:35

2 Smámynd: Sylvía

bara rugl, engin samheldni í þessu hjá hinu opinbera.

Sylvía , 24.3.2007 kl. 21:02

3 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Já - það er um að gera að forðast að sjá hvað er raunverulega á ferðinni. Að gera manneskjuna að neysluvöru eins og hvað annað dót. Svo er líka alltaf jafn - athyglisvert að kastljósið beinist ekki að eftirspurninni. Það er svo óþægilegt.

Halldóra Halldórsdóttir, 24.3.2007 kl. 21:05

4 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Ég er alveg sammála! Mér finnst þetta svo fáránlegt í allri þessari umræðu sem hefur verið undanfarið. Ríkistjórnin samþykkir þetta frumvarp nánast í skjóli nætur. Það allra lágúrulegasta sem ég hef séð af þessari annars lélegu ríkisstjórn. En, það er satt, þetta með karlinn, vændið og ríkið er eiginlega ekkert nema fyndið!

Ruth Ásdísardóttir, 26.3.2007 kl. 20:53

5 Smámynd: Álfhóll

Elskulega samstarfskona mín, var að finna þig í bloggheimum. 

Við gætum átt að hættu að hætta að tala saman, þó þú sért í næsta herbergi, þar sem þessi samskiptamáti er að taka yfir bara.  Hélt þú skildir vinnuna eftir þegar þú ferð heim, eins og þú varst að lýsa fjálglega áðan í hádeginu.  Bara bull, heldur áfram að velta þér upp úr málaflokknum utan vinnu líka. 

Elska þig

Guðrún

Álfhóll, 29.3.2007 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband