Síminn, stýrið eða stefnuljósin?

Mér varð skyndilega ljóst áðan hvers vegna notkun stefnuljósa í umferðinni er orðin hverfandi. Þar sem ég var á gangi í húminu áðan kom jeppi siglandi fyrir hornið inn í götuna. Engin stefnuljós, skiljanlega. Ökumaðurinn var í símanum.

Ég skora á hvaða ökumanns-snilling sem er að reyna að gera hvoru tveggja í einu, að tala í gemsann OG setja stefnuljósið á. Það er ekki hægt nema sleppa höndum af símanum eða stýrinu. Og þar sem við sleppum ekki símanum fyrr en í fulla hnefana og við finnum að það að sleppa stýrinu væri líklega hættulegasti kosturinn - nú þá sleppum við því að nota stefnuljósin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband