Hvað er fréttnæmt?

Það heyrist víða að meirihluti þjóðarinnar sé ekki á bak við frávísunina frægu. Mér finnst enn stærri fréttir að samkvæmt þessari könnun sé tæpur helmingur landsmanna sammála því að klæmráðstefnan hafi verið óæskileg. Nú eru um 10 ár síðan ungir (og eldri) feministar hófu aðgerðir gegn klámbylgjunni. Þá komst í hámæli fréttir af miklum fjölda ungra kvenna frá austur Evrópu sem voru fluttar hingað til að dansa á súlustöðunum sem spruttu upp eins og gorkúlur og netklámið hóf að aukast mikið. Mér er til efs að þá hefði tæpur helmingur þjóðarinnar verið nægilega meðvitaður um hvers eðlis klámiðnaðurinn er. Það hefur sem sé heldur miðað áfram í vakningunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband