Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Alheimsvandi án fordæmis

Kraftaverk eru ekki það sem ég bíð eftir. Heilindi og gegnsæi er krafan. Þakka mínum sæla fyrir að hafa aðgang að BBC World Service. Þar var verið að sýna World Debate þáttinn frá Davos. Er að vona að fólkið sem er að taka við stjórn landsins hafi tækifæri til að fylgjast með þar því að þótt að vandamálin hér séu sér-Íslensk að hluta til þá er allur heimurinn að byrja að skilja að við erum að fást við alheimsvandamál. Nú ætla Gordon Brown að bjóða heim í apríl - þar á að láta á það reyna að útbúa verklag og reglur í fjármálum á alheimsvísu. Eins og hann sagði í dag þá hefur heimurinn engin fordæmi þess hvernig á að mæta þessum vanda. Það þarf að búa til alveg nýjar reglur - við þurfum að fylgjast með þessu. Mér finnst gott að vita til þess að flokkarnir sem eru að mynda nýja stjórn eru með ráðgjafa á þessu sviði sem hljóta að vera með fingurinn á púslinum á þessu. Eins og forseti Guyana sagði í þættinum - þá eru stjórnmálamenn sífellt með hugann við næstu kosningar þannig að það verður að vera kraftmikið regluverk til að ramma peningastjórnunina inn - óháð stjórnmálum á hverjum tíma.  
mbl.is Lofum engum kraftaverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æji - hættiði þessu

Það ætti ekki að vera nokkur jarðvegur fyrir svona karp - ekki eyða kröftunum í svona smjörklípur. Mikið óskaplega er svona lagað þreytandi - þetta er ástæða þess að ég hef aldrei gengist nokkrum flokki á hönd. Kraftarnir sem gætu fari í uppbyggilegar framkvæmdir leysast upp í karp og jag um hver sagði hvað og hvenær.

Hvernig væri að allir ábyrgir aðilar sýni Nýja Íslandi þá virðingu að hafa stjórn á orðum sínum og gjörðum.  


mbl.is Samfylking beitti klækjabrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landráð af ásettu ráði

Fyrir stuttu síðan orðaði Páll Skúlason heimspekingur það þannig að ríkisstjórnin hafi framið landráð af gáleysi þegar hún sást ekki fyrir um efnahagsstjórnunina. Nú tel ég að nokkrir af fráfarandi mönnum innan Sjálfstæðisflokksins séu farnir að stunda landráð af ásetningi. Að þeir vogi sér að reyna að leggja stein í götu þeirra flokka sem eru teknir við björgunarstarfinu er með öllu óskiljanlegt. Það er eins og að reyna að gera göt á björgunarbátana. Nú er ekki tími til að vera með strákapör eða illgirni - slíkt kemur niður á okkur öllum. Ef þeir geta ekki hamið heiftina vegna eigin vanhæfni legg ég til að þau snúi sér að innri málefnum flokksins og berist þar á banaspjótum - af nógu er að taka - og gefi þeim sem eru að vinna frið til að finna út úr þessu.
mbl.is Þreifingar milli flokkanna byrjuðu fyrir löngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarskráin er bara fín

Las hana á netinu og er mjög hrifin. Skömm að því að það þurfi allt þetta voðalega ástand til að hún sé lesin. Hún er einföld og skýr, en lögfræðingar geta örugglega þæft hana fram og aftur. Þar eru völd forsetans mikil og forsætisráðherra er aðeins hugsaður sem fundarstjóri ráðherranna. Alþingi fólksins er málið. 

Mér finnst alveg spurning hvers vegna þarf að henda henni og búa til nýja. Það þarf bara að túlka hana rétt og gæta þess að valdagírugir taki hana ekki í gíslingu. Vandinn er ekki stjórnarskráin - vandinn er flokksræðið hér á landi og hefðirnar sem hafa skapast á löngum tíma.

Ég las blog eftir Írisi nokkra (man ekki hvers dóttir) sem er lögfræðingur í BNA - hún er greinargóð. Mæli með hennar skrifum um stjórnarskrár almennt.


Andrúmsloftið í Davos

 Þetta er af vef BBC um breytt andrúmsloft á World Economic Forum.

"No wonder the swagger of bankers and hedge fund managers is gone. In fact, it is difficult to find bankers here. Most of Wall Street's top bosses have decided to stay in New York in their offices.

The people that have come to Davos fall into two categories: they are either humbled or deeply concerned.Davos has always been about keeping up appearances. But the style has changed. A couple of years ago, venture capital bosses did not think twice about impressing their guests with expensive vintage wines.

This year, showing off is ever so politically incorrect.

One chief executive mused that while "out of principle" he wouldn't use a helicopter to fly from Zurich airport to Davos, now it wouldn't play well with his shareholders either."


Hver fór til Davos í ár

Ætli einhver hafi farið frá Íslandi á World Economic Forum í Davos í Sviss þetta árið. Kannski Seðlabankastjórar eða fjármálaráðherra. Sennilega ekki útrástarvíkingar - ekki í ár - en þeir voru þarna í fyrra heyrðist mér. Nú er allt annar tónn í ræðumönnum - þar sem kreppan er í algleymingi um allan heim. Nú er sennilega besti mögulegi tími til að gera grundvallarbreytingar á stofnunum okkar sem voru orðnar steinrunnar. Megi það takast sem allra - allra best. 

Sé það rétt..

Sé það rétt að það er ekki hægt að reka seðlabankastjóra þá er það hinn endanlegi dómur yfir þessari stjórn Sjálfstæðismanna. Ef svona er um hnútana búið þá er það með ólíkindum að hafa látið DO fá þessa stöðu til að byrja með. Staðan átti sennilega að vera ein að þessum vel þekktu dúsum sem fyrrverandi embættiskallar fengu af því að þeim leiddist heima. En það hefði öllum sem til þekktu átt að vera ljóst að DO myndi aldrei sitja á friðarstóli þar. Hinir tveir - sem hafa að mestu fallið í skuggann - eru ef til vill með viðeigandi menntun til að stýra seðlabanka, en það hefur ekki farið mikið fyrir því.  

Það sem við viljum - ekki satt

Nú er forsetinn að bregðast við kröfum þjóðarinnar um gagnsæi og trúverðuleika - þá verða háværar raddir um að svona sé aldrei gert! Svona hefur aldrei verið gert! Þetta hefur alltaf verið sagt bak við luktar dyr. 

En nú eru nýjir tímar og svona á einmitt að gera þetta. 


mbl.is Ólafur Ragnar: Vildi upplýsa þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjaðrafok og smjörklípur

Því ætlar ekki að linna fjaðrafokinu sem seðlabankastjóri númer eitt getur valdið í þessu samfélagi. Nú þarf forsetinn að standa í fæturnar heldur betur. DO sagði sjálfur frá smjörklípuaðferðinni sem amma hans kenndi honum forðum til að dreifa athygli hundsins frá því sem virkilega skiptir máli. Ætli hann sjái ekki eftir því að afhjúpa taktíkina. Eða, hvað er það sem er raunverulega í gangi núna? Ég kem alla vega ekki auga á það enda illa læs í stjórnmálakænsku.

Æxlið sem varð til um síðustu aldamót

Eftir Silfur Egils í morgun leitaði á mig sú samlíking að banka og fjármálakerfið hegðaði sér eins og æxli í þjóðarlíkamanum sem byrjaði að vaxa með ógnarhraða upp úr aldamótum vegna þess að mótstaðan var engin í þeim stofnunum sem áttu að setja því skorður. Það virtust fáir verða varir við hættuna sem blasti við og þeir sem komu auga á hana og vöruðu við hættunni voru kerfisbundið kveðnir niður því að afneitunin var í algleymingi.

Einn þeirra sem var í þættinum í morgun lýsti vel þeim viðhorfum sem giltu í þessum heimi bankamanna og fjárglæframanna sem fengu bankana upp í hendurnar. Fullkomið siðleysi. Líkjast helst frumum í líkamanum sem skyndilega, við góð skilyrði, æða af stað í brjáluðum vexti og skeyta ekkert um heilbrigði heildarinnar.  

En hver er þá lækningin. Nema æxlið burt og beina síðan sterkum ljósgeislum að kjarnanum til að hreinsa burt síðustu skemmdirnar. Ef við verðum reynslunni ríkari og breytum lifnaðarháttum okkar þá má vera að við læknum meinið. Gildin þurfa að breytast og þarf að huga að heill allra þátta í samfélaginu, ná jafnvægi aftur.      


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband