Sé það rétt..

Sé það rétt að það er ekki hægt að reka seðlabankastjóra þá er það hinn endanlegi dómur yfir þessari stjórn Sjálfstæðismanna. Ef svona er um hnútana búið þá er það með ólíkindum að hafa látið DO fá þessa stöðu til að byrja með. Staðan átti sennilega að vera ein að þessum vel þekktu dúsum sem fyrrverandi embættiskallar fengu af því að þeim leiddist heima. En það hefði öllum sem til þekktu átt að vera ljóst að DO myndi aldrei sitja á friðarstóli þar. Hinir tveir - sem hafa að mestu fallið í skuggann - eru ef til vill með viðeigandi menntun til að stýra seðlabanka, en það hefur ekki farið mikið fyrir því.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband