Landráð af ásettu ráði

Fyrir stuttu síðan orðaði Páll Skúlason heimspekingur það þannig að ríkisstjórnin hafi framið landráð af gáleysi þegar hún sást ekki fyrir um efnahagsstjórnunina. Nú tel ég að nokkrir af fráfarandi mönnum innan Sjálfstæðisflokksins séu farnir að stunda landráð af ásetningi. Að þeir vogi sér að reyna að leggja stein í götu þeirra flokka sem eru teknir við björgunarstarfinu er með öllu óskiljanlegt. Það er eins og að reyna að gera göt á björgunarbátana. Nú er ekki tími til að vera með strákapör eða illgirni - slíkt kemur niður á okkur öllum. Ef þeir geta ekki hamið heiftina vegna eigin vanhæfni legg ég til að þau snúi sér að innri málefnum flokksins og berist þar á banaspjótum - af nógu er að taka - og gefi þeim sem eru að vinna frið til að finna út úr þessu.
mbl.is Þreifingar milli flokkanna byrjuðu fyrir löngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr!!!!!!

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 16:16

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Sammála!  Fólkið sem gerði mistök af óþekktri stærðargráðu og stuðningsmenn þeirra eru komin í gamalkunnar skotgrafir skemmdarverkanna.  Og notar Moggann í áróður sinn.  Moggann sem kostar skattborgarana 150 milljónir á mánuði!

Auðun Gíslason, 31.1.2009 kl. 16:23

3 Smámynd: Þór Jóhannesson

Landráð af ásettu ráði - hverju orði sannara.

Þór Jóhannesson, 31.1.2009 kl. 16:51

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

En eru ekki bara allir aular nema sjálfstæðismenn, sem eru einu mennirnir sem er treystandi fyrir efnahagsmálum þjóðarinnar?

Jón Halldór Guðmundsson, 31.1.2009 kl. 18:00

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eina "lausnin" í efnahagsmálum sem Sjálfstæðismenn hafa getað boðið upp á undanfarin ár er hægfara innleiðing fasisma. Nái sú stefna fram að ganga mun hún eflaust leiða til "meiri skilvirkni í efnahagsmálum", sem er auðvitað bara nýfrjálshyggjuorðalag yfir það þegar þeir sjá fljótvirkari leiðir til að arðræna lýðinn. Sú fljótvirkasta væri auðvitað að gera okkur bara öll að þrælum og láta yfirstéttina lifa fyrirhafnarlitlu lífi á okkar kostnað. En bíðum við, er það ekki einmitt það sem elítan hefur verið að gera undanfarin misseri??? Hmmm...

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2009 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband