Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Svona á að gera þetta

Alveg er þetta brilljant! Allt fullt af konum sem eru tilbúnar til að setjast í stjórnir fyrirtækjanna.

Það má segja svo margt um blessaða peningana - hér eru nokkrar skondnar tilvitnanir.

I'm living so far beyond my income that we may almost be said to be living apart.
e e cummings (1894 - 1962)

Lack of money is the root of all evil.
George Bernard Shaw (1856 - 1950)

The easiest way for your children to learn about money is for you not to have any.
Katharine Whitehorn

No matter how rich you become, how famous or powerful, when you die the size of your funeral will still pretty much depend on the weather.
Michael Pritchard


mbl.is Konur bjóðast til að setjast í stjórnir fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kallast þetta?

Ja hérna. Valdarán í Ráðhúsinu númer tvö. Er að hlusta á Vilhjálm í Kastljósinu. Hann er að reyna að bjarga mannorði sínu með þessu - hugsar til þess hvernig sagan eigi eftir að fjalla um hans feril. Vill ekki enda hann sem lúser. En hvað með okkur borgarbúa og hvað með allan þann fjölda borgarstarfsmanna sem vita ekki sitt rjúkandi ráð þessar vikurnar. Hvernig líður svo þessum einstaklingum sem eru um borð í þessari nýju borgarstjórn? Ímynda mér að þeir sem hafa þokkalegt siðferði inni í sér séu nú með óbragð í munni. Það er eins og þetta fólk sé á leikskólaaldri - með plastskóflurnar á lofti - rífandi dótið af hvert öðru. Hvar eru þeir fullorðnu?

Málið leyst

Nú er aftur kominn kippur í umræðuna um póst sem er oft óvelkominn í lúgur landsmanna. Það virðist vera að lögin séu hliðholl fyrirtækjunum sem vilja auglýsa sig á þennan hátt. Ég fer ekki ofan af því að ég tel mig hafa rétt á að velja hvað kemur inn í mitt hús án þess að þurfa að eyða tíma og peningum í að farga því. En á hringsóli mínu á blogginu sá ég hugmynd sem ég kolféll fyrir. Taka póstkassann af húsinu, fá mér pósthólf og sækja minn póst þegar ég vil.

En að all öðru. Þetta finnst mér ofsalega fyndið.

Capitalism and Cows

TRADITIONAL CAPITALISM -- You have two cows. You sell one and buy a bull. Your herd multiplies, and the economy grows. You sell them and retire on the income.

AN AMERICAN CORPORATION -- You have two cows. You sell one, and force the other to produce the milk of four cows. You are surprised when the cow drops dead.

FRENCH CORPORATION -- You have two cows. You go on strike because you want three cows.

A JAPANESE CORPORATION -- You have two cows. You redesign them so they are one-tenth the size of an ordinary cow and produce twenty times the milk. You then create clever cow cartoon images called Cowkimon(tm) and market them world-wide.

A GERMAN CORPORATION -- You have two cows. You re-engineer them so they live for 100 years, eat once a month, and milk themselves.

A BRITISH CORPORATION -- You have two cows. Both are mad.

AN ITALIAN CORPORATION -- You have two cows, but you don't know where they are. You break for lunch.

A RUSSIAN CORPORATION -- You have two cows. You count them and learn you have five cows. You count them again and learn you have 42 cows. You count them again and learn you have 12 cows. You stop counting cows and open another bottle of vodka.

A SWISS CORPORATION -- You have 5000 cows, none of which belong to you. You charge others for storing them.

A HINDU CORPORATION -- You have two cows. You worship them.

A CHINESE CORPORATION -- You have two cows. You have 300 people milking them. You claim full employment, high bovine productivity, and arrest the newsman who reported the numbers.


Gáta er óleyst

Nú þegar Sir Hillary er allur og Nýja Sjáland og Nepal minnast hans og afreka hans er önnur blaðsíða í sögunni mér hugstæðari. Ég er að endurlesa Conundrum eftir Jan Morris. Árið 1953 hét Jan James Morris, og var fréttaritari á London Times. Hann var með í leiðangrinum upp í hlíðar Everest og var fyrstur með fréttirnar að Hillary og Tenzin hafi komist á tindinn. Conundrum er saga James sem fæddist í líkama karls en var þess fullviss frá unga aldri að hann ætti heima í líkama konu. Jan er góður rithöfundur og tekst að koma mér í skilning um hversu flókin og erfið þessi tilfinningalega flækja hefur verið. Eftir að berjast við sjálfa sig fram á fertugsaldurinn, í hjónabandi og 5 barna faðir, endaði með því að hann fór til Norður Afríku og fór undir hnífinn og lét breyta sér í konu og hefur aldrei séð eftir því. Mæli með þessum lestri við þá sem velta fyrir sér muninum á körlum og konum. Jan þekkir hvoru tveggja á eigin skinni, bókstaflega.

Fuglarnir á Barbados?

Hvað er þetta með fuglana á Barbados? Silfur Egill Helgason, sem staddur er þar, birtir mynd á eyjan.is af fugli sem sýpur kaffi úr bolla á svölunum. Hér eru tvær fuglamyndir til viðbótar frá Barbados - sá grái er að sötra Pina Colada og sá svarti er að stela brauðmola úr höndunum á okkur. Djarfir og drykkfelldir.

Hann elskaði Pina Colada

 

 

 

 

 

 

 

 

100_0116

 


Þessi heili...

Við mæðgurnar erum að lesa óskaplega áhugaverða bók - The brain that changes itself, eftir Norman Doidge MD. Höfundurinn sækir allt það nýjasta sem er að gerast í rannsóknum á heilanum. Svo áhugavert og vekur svo mikla bjartsýni. Það hefur verið viðtekin skoðun lengi að ef heilinn verður fyrir skemmdum þá endurnýji hann sig ekki að ráði aftur - en hann virðist hafa takmarkalitla getu til að færa virknina bara yfir á önnur svæði. Höfundurinn segir að nú sé að verða "neuroplastic revolution" sem eigi eftir að hafa gríðarlega víðtæk áhrif á skilning okkar á til dæmis ást, kynlífi, sorg, samböndum, námi, fíkn, menningu, tækni og sálfræðimeðferðum.

Eitt dæmi: Eldri maður fékk massíft heilablóðfall og stórt svæði í heilanum skemmist. Hann varð ósjálfbjarga, rúmliggjandi með meiru. Sonur hans, verkfræðingur minnir mig, tekur pabba gamla til sín og þeir taka sig til og byrja bara upp á nýtt. Sá gamli er settur á gólfið og lærir að skríða, síðan að ganga með og til að gera langa sögu mjög stutta - eftir árið var hann farinn að kenna. Síðan gifti hann sig aftur og dó af hjartaslagi 10 árum síðar, í fjallgöngu. Bókin er mjög aðgengilega skrifuð með mörgum dæmum um fólk sem hefur á skapandi hátt breytt hugmyndum okkar á getu heilans til að breyta sér. Og frumkvöðlarnir eru oft þeir sem eru sjálfir að glíma við vandamál í sínum eigin heila. Spennandi!

p.s. Guðrún mín - ég get ekki neitað þér um nokkurn hlut eiginlega. Elsku láttu þér batna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband