A1988 - N1 - A4 ?
1.9.2009 | 14:53
Hvað á þetta að þýða? Fyrir utan að vekja grun um kennitölubrask þá minna þessar nafngiftir óþægilega á tímana þegar tískan var "Group". Asnalegt og gerir ekkert annað en tæta í sundur samfélagsminnið. Jafn hallærislegt og þegar Íslandsbanki varð að eldrauðum Glitni sem yfirtók öll mannamót um tíma og snáfaðist síðan í Íslandsbanki aftur með skottið á milli lappanna.
Svona stælar gera ekkert til að byggja upp tiltrú á fyrirtæki.
Nafni Eimskips verði breytt í A1988 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála.
Elvar (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 15:25
bölvud vitleysa, ekki gleyma svo NBI, gamla Landsbankaheitid er ónýtt, af hverju er fólk svona vitlaust?
óli (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 19:27
Sælir.
Björgólfur lagði niður óskabarn þjóðarinnar með formlegum hætti á sínum tíma, þ.e.a.s. það félag sem var stofnað 1914. Eigur þess runnu síðan ínn í annað eins og finna má í fyritækjaskránni hjá RSK. Þannig er þetta ekki óskabarn þjóðarinnar svonefnt. Þetta er hann sagður hafa gert í hefndarskyni vegna Hafskipamálsins hans þar sem hann var sakfelldur fyrir ýmis lögbrot, en kenndi Eimskip um síðar.
Avion Group hf, Flugfélagið Atlanta hf, Flugfélagið Atlanta ehf
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.9.2009 kl. 15:05
Já einmitt...fáránlegt. Ég skal setja þúsund kall í pottinn að önnur fyrirtæki munu koma með eitthvað jafnfáránlegt bráðum. Reyndar er ég að spá í að breyta nafninu á mínu fyrirtæki í ES1984 bara svona til að vera með. Það heitir Eldar og Skuggi ehf og kannski er það bara jafn úrelt og Skyr.is æi ég veit það ekki, stundum finnst mér fullorðið fólk í jakkafötum svo glatað!
Garún, 6.9.2009 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.