Feður og synir
8.3.2009 | 21:31
Nú er verið að hvetja mig til að kjósa í stjórn VR. Þegar ég fór inn á vefinn þar kemur í ljós að 3 karlar eru í boði til formanns og 7 karlar í stjórnina. Ekki konu að sjá neins staðar. Eftir yfirferðina um lífeyrissjóðina hjá gestinum í Silfri Egils í morgun þá er ég hrædd um að það verði lítið eftir í sjóðnum þegar ég þarf á honum að halda. Búin að greiða í sjóðinn í öll þessi ár. Hef ekki lyst á að kjósa.
Þetta er eins og í kirkjunni. Faðir og sonur eru heilagir. Ekki finn ég mig í þeirri stofnun heldur.
Þetta er eins og í kirkjunni. Faðir og sonur eru heilagir. Ekki finn ég mig í þeirri stofnun heldur.
Athugasemdir
Það er leitt ef þetta er afstaða Vinstri Grænna til kynjakvótans Halldóra mín.
Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 22:40
sæl Dóra mín,
hjartans þakkir fyrir góða grein í blaðinu í morgun. Mikilvægt að benda á þennan þátt.
vona að þú sért búin að ná heilsu.
góða helgi
Día
ps. flott mynd af þér í blaðinu.
diana (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 12:18
Sammála síðustu pennum, góð Dóra, góð! En varðandi VR - þá held ég að verkalýðshreyfinguna þurfi að endurhugsa rækilega. Í VR eru fæstir á töxtum og kjósa því ekki t il þess að láta VR berjast fyrir sig, heldur vegna réttinda ýmiskonar. Konur virðast gjörsamlega máttlausar í þessum heimi og mér finnst það ekki síður okkar að taka yfir þarna
Álfhóll, 15.3.2009 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.