Alla vega stærri rullu en kirkjan

Það sem er ekkifréttin í dag, á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars, er að konur þurfi yfir höfuð að berjast fyrir jafnrétti og réttlæti. Þessi fáráðlega frétt frá Vatíkaninu endurspeglar hversu vel prestarnir eru kunnugir þvottavélum og "frelsun kvenna". Þessi stétt karla sem berst hvað hatrammlegast gegn mannréttindum kvenna gæti byrjað á því að læra á heimilitæki eins og þvottavélar, nú eða að læra að elda ofan í sig. Í gegnum tíðina hafa konur nefnilega haldið þeim hreinum og söddum.
mbl.is Þvottavélin frelsaði konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég bloggaði einmitt um aðför Vatíkansins að 9 ára gamalli stúlku nú í gær. Alveg sammála þér að það er fáránlegt að konur þurfi að berjast sérstaklega fyrir jafnrétti sem á að vera sjálfsagt.

Svo óska ég þér til hamingju með daginn Halldóra mín!

Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 19:56

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þetta er náttúrulega allt "bilun"! 

Baldur Gautur Baldursson, 9.3.2009 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband