Heimalöguð kaós
11.6.2008 | 23:13
Er nýkomin af námskeiði í Frakklandi - og námskeiðið hét Poised in Chaos, eða að standa í fæturnar í óreiðunni. Nú nú, ég byrjaði á því að skapa mér mitt eigið litla kaos - ég missti af flugvélinni. Mér finnst það ekki boðlegt að þurfa að vakna klukkan fimm á morgnana til að mæta í flug og svaf bara. Ég varð að kaupa annan flugmiða og eyddi síðan deginum í kompaníi Leifs Eiríkssonar sem var allt í lagi - það er eins og að vera staddur í litlu þorpi - þar er allt til alls.
En dómkirkjan í Chartres í Frakklandi er ólýsanlega fögur og full af sögu og leyndardómum.
Nú situr Tumi við hliðina á mér og tætir pappírinn utan af brjóstsykurmolum - fleygir molunum og rífur pappírinn í smáagnir. Er að reyna að kenna honum að segja "hvar er kisi?" en hann vill ekki. Tautar bara "Tumi góður strákur".
Athugasemdir
þetta varstu ekki búin að segja okkur
en það er eins gott að eiga plastið þegar svona skeður
Ágústa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 23:11
Haha stundum missir maður af flugvélum til að ná einhverjum öðru!
Garún, 14.6.2008 kl. 10:38
Velkomin heim Dóra mín,
Því skildi Tumi vilja læra nyja setningu þegar hann kann hina fullkomnu setningu.
kv. Día
dia (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.