Heimalöguð kaós

Er nýkomin af námskeiði í Frakklandi - og námskeiðið hét Poised in Chaos, eða að standa í fæturnar í óreiðunni. Nú nú, ég byrjaði á því að skapa mér mitt eigið litla kaos - ég missti af flugvélinni. Mér finnst það ekki boðlegt að þurfa að vakna klukkan fimm á morgnana til að mæta í flug og svaf bara. Ég varð að kaupa annan flugmiða og eyddi síðan deginum í kompaníi Leifs Eiríkssonar sem var allt í lagi - það er eins og að vera staddur í litlu þorpi - þar er allt til alls.

En dómkirkjan í Chartres í Frakklandi er ólýsanlega fögur og full af sögu og leyndardómum.

Nú situr Tumi við hliðina á mér og tætir pappírinn utan af brjóstsykurmolum - fleygir molunum og rífur pappírinn í smáagnir. Er að reyna að kenna honum að segja "hvar er kisi?" en hann vill ekki. Tautar bara "Tumi góður strákur". 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta varstu ekki búin að segja okkur

en það er eins gott að eiga plastið þegar svona skeður

Ágústa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: Garún

Haha stundum missir maður af flugvélum til að ná einhverjum öðru! 

Garún, 14.6.2008 kl. 10:38

3 identicon

Velkomin heim Dóra mín,

Því skildi Tumi vilja læra nyja setningu þegar hann kann hina fullkomnu setningu.

kv. Día

dia (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband