Engin samúð hér
4.4.2008 | 15:31
Æ - ég get ekki haft samúð með jeppabílstjórum sem mótmæla nú háu bensínverði. Þeir ergja mig svo oft á götum borgarinnar þar sem þeir vaða yrir allt á skítugum skónum - eða dekkjum reyndar. Þeir leggja þannig að það er engin leið fyrir fólk í minni bílum að sjá fyrir horn á gatnamótum. Þeir ryðjast áfram í krafti stærðarinnar. Ef fólk hefur efni og lyst á að eiga svona tröll þá geta þau bara borgað það sem það kostar. Mér finnst dálítið annað með atvinnubílstjórana - þeir finna örugglega mikið fyrir þessum gríðarlegu hækkunum. En mér finnst athyglisvert að það eina sem fær fólk út á göturnar til að mótmæla hækkunum eru blikkbeljurnar - ekki þegar matvara hækkar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.