Að vera ekki sama
30.3.2008 | 11:37
Það er svo mikilvægt að umhverfið sé ekki ljótt. Ég á oft leið um Laugaveginn og Hverfisgötuna og finn að með hverjum mánuðinum sem líður forðast ég þær leiðir meira og meira. Það hefur beinlínis áhrif á líðan mína hvernig umhverfið er. Og það verða að vera rétt hlutföll í umhverfinu - mér finnst ekki góð hlutföll manns og bygginga í Skuggahverfinu til dæmis - sem veldur því að ég staldra ekki við þar. Ég er ekki strangtrúuð varðandi hvort eigi að halda í gömlu skúrana í miðbænum eða hvort eigi að rífa og byggja nýtt. Aðalatriðið er að byggja í samræmi og að hlutföllin séu mannvæn. Og það er ljóst að ljót og vanrækt hverfi eru ekki uppbyggilegt umhverfi fyrir fólk - skilaboðin eru að öllum er sama um allt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.