Fuglalíf

Nú er minn að reyna að baða sig í drykkjarvatninu með tileyrandi skvettugangi. Kötturinn verður afar spenntur fyrir bægslaganginum en flýr undan vatnsgusunum. En málið er að ég verslaði þetta fína fuglabað í gær og setti við búrið. Tumi skoðaði það í krók og kring og reyndi að finn veikan hlekk á uppsetningunni - en datt ekki í hug að baða sig. Nú hamast hann við að reyna að troða sér í litlu vatnsskálina og er orðinn holdvotur og stofugólfið líka. Kötturinn er farinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þín gæludýr hafa nú aldrei verið neitt sérstaklega þekkt fyrir að velja þann beina og breiða veg sem flestir aðrir fara heldur fara sína eigin leið hvað sem öðrum finnst ..... humm eða misminnir mig eitthvað..... átti þetta kannski við um þig?????

día (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 22:05

2 Smámynd: Álfhóll

Spennandi ef hann fer að tala og flauta...................Við höfum páfagaukadag einhvern daginn í vinnunni.....hundarnir  okkar  eitthvað svo hversdagslegir og svo getum við haft kattadag - en ekki sama dag og páfagaukadaginn.........

Bestu kv. gj

Álfhóll, 24.3.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband