Á ferð og flugi

Það er skammt stórra högga á milli þykir mér. Hef komið einu sinni til Bandaríkjanna, það var árið 1979 held ég - þá var ekið frá Chicago til St. Louis og tilbaka með viðkomu á mörgum mótelum sem voru alveg eins og þau eru í bíómyndunum. Það var reyndar eins og að vera stödd í bíómynd þetta ferðalag. En nú skal haldið til BNA aftur á mánudaginn - fyrsta sinn til New York, það verður örugglega ógleymanlegt af mörgum ástæðum. HF kemur frá Barbados til að vera með okkur. Síðan verður aftur haldið til BNA í apríl, að hitta góðar vinkonur og halda upp á aprílafmæli. Þá verður ferðinni heitið til Washington DC og North Carolina m.a.

En þetta mun verða ár ferðalaga - var að koma frá Berlín og Vín fyrir viku síðan. Sat stóra Sameinuðu þjóða ráðstefnu um mansal sem var nokkuð yfirþyrmandi. En líka margt skemmtilegt sem ég kom auga á. Á lokadeginum voru allir samankomnir í gríðarlega stórum sal - allir fulltrúarnir sátu fyrir miðju en félagasamtökin sátu til hliðar. Ég sat út við ganginn og hinum megin sátu tveir fulltrúar Úkraínu. Ég tók eftir því að eldri fulltrúinn, gráhærður miðaldra maður, var stöðugt með gemsann á lofti og talaði látlaust og ungi maðurinn var stöðugt að koma og fara. Smám saman magnaðist spennan hjá þeim og ég var farin að ímynda mér að nú væri byltingin hafin í Úkraínu. En svo kom í ljós að spennan var vegna þess að lokaatriði ráðstefnunnar var Ruslana, söngkonan Úkraínska, sem söng nokkur lög og dansaði með sínum dansflokki. Fljótlega fóru aldraðir fulltrúar að laumast úr salnum - ég ímynda mér að hávaðinn hafi haft eitthvað að segja - en Úkraínumennirni föguðu sinni konu með miklu stolti - og færðu henni risa blómvönd.

Svo var það Berlinalen kvikmyndahátíðin. Þar sáum við tvær myndir, eins ólíkar og hægt er að hugsa sér. Fyrst indverska mynd sem var með þýskum texta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég sit í þýsku bíói og skil ekki orð af því sem um er að ræða. Myndin heitir Paruthiveeran. Hún er ekki Bollywoodmynd. Mjög ögrandi og óhætt að mæla með henni. Hin myndin var um Berlínarfílharmóníuna og ferð hennr um Asíu. Enginn enskur texti - og þýskan mín er sama sem engin. Síðan fórum við á opinbert safn til að skoða ítölsk listaverk frá miðöldum - allur texti á þýsku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá vá vá,

vissi ekki að þú værir í svona miklum ferðaham þessa vikurnar,

Góða ferð Dóra mín og njótið vel ... gaman að fá HF á svæðið, sendi henni mínar bestu kveðjur

Hlakka til að hitta þig í mars og heyra af Ameríkudvöl ykkar gyðjanna (verðið þá þrjár búnar að vera þar!)

kv. Día

dia (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 15:14

2 Smámynd: Garún

Er Hf á landinu?????

Garún, 23.2.2008 kl. 22:02

3 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Nei Garún - HF kemur til New York til að sitja ráðstefnuna með okkur. Ég á að taka úlpuna hennar með frá Íslandi og fara svo með hana heim aftur og kuldaskó líka - hún hefur engin not fyrir neitt nema sandala og léttan fatnað allan ársins hring þarna á þessari eyju.

Takk Día mín - þetta verður algjört ævintýri meö öllum þessum skessum sem allar sleppa lausar í stórborginni.

Halldóra Halldórsdóttir, 23.2.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband