Mannréttindi eru ekki sjálfsögð

Nú þrasa þeir í Kastljósinu um niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna varðandi kvótakerfið. Það er komið í ljós að tilfinningar og skoðanir þorra þjóðarinnar þess eðlis að kvótakerfið er óréttlátt var og er rétt. Mikill vandi að breyta þessu núna. Svona er hægt að glutra niður mannréttindum eins og hendi sé veifað.

Þetta er áminning um að mannréttindi eru viðkvæm og eru aldrei varanlega tryggð. Sviftingar í pólitík eða samfélaginu geta á skömmum tíma kollvarpað mannréttindum sem talin voru sjálfsögð. Konur um allan heim þekkja þetta vel. Stríð er auglósasta fyrirbærið sem ógna mannréttindum kvenna. Á einni nóttu verða þær réttlausar og fórnarlömb ofbeldis á hrikalegan hátt. Og það tekur miklu lengri tíma að endurheimta rétt sinn heldur en að missa hann.

Every decent man is ashamed of the government he lives under.
H. L. Mencken (1880 - 1956)

I believe that all government is evil, and that trying to improve it is largely a waste of time.
H. L. Mencken (1880 - 1956


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Við þurfum bara að halda áfram að láta fólk vita! Knús í þitt hús

Garún, 11.2.2008 kl. 11:00

2 identicon

Hann var greinilega bjartsýnismaður, þessi H. L. Mencken!

Guðbjörg (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 15:28

3 Smámynd: Álfhóll

Dóra farðu nú að gefa frá  þér lífsmark. Reyndar ætti það líklega að vera á  Stígamótasíðunni, eitthvað um mansalsráðstefnuna  í Vín......

vinkona þín

Álfhóll, 18.2.2008 kl. 18:35

4 identicon

Gaman að lesa bloggið þitt Dóra

Kær kveðja

Karla Dögg

Karla (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband