Rauði risinn frá Ameríku

Ég var stödd í biðsalnum í Leifsstöð um daginn að taka á móti dótturinni. Þar var slangur af fólki á öllum aldri að bíða eftir sinu fólki. Þá heyrist bjölluhljómur og inn kemur stór jólasveinn í eldrauðum Coca Colasveinabúningi með bjöllu í annari hendinni og kaffimál í hinni. "Ho ho ho" - sagði hann og sveiflaði bjöllunni og fór að tala við börnin. "Hvað ert þú að drekka væni minn" spurði hann dreng sem sat í kerru með flösku af einhverju í hendinni. "Skál" sagði rauði risinn síðan við drenginn sem sat orðlaus í kerrunni sinni. Ég leit yfir hópinn og sá þá það sem ég hef ekki tekið eftir áður - litlu börnin voru skelfd á svip - unglingarnir gáfu til kynna að þetta væri fremur hallærislegt en þeir fullorðnu og gráhærðu ljómuðu af fölskvalausri gleði. Ekki furða að þetta sé lífseigt fyrirbæri - rauði aðkomurisinn frá Ameríku - á meðan því er viðhaldið af fullorðnum börnum á öllum aldri.

"The genius of you Americans is that you never make clear-cut stupid moves, only complicated stupid moves which make us wonder at the possibility that there may be something to them which we are missing".
Gamel Abdel Nasser

"Americans always try to do the right thing -- after they've tried everything else".
Winston Churchill

"America is the only country that went from barbarism to decadence without civilization in between".
Oscar Wilde


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Álfhóll

Gleðileg  jól elsku vinkona og njóttu þess að hafa ungann þinn heima.

Guðrún

Álfhóll, 25.12.2007 kl. 12:53

2 identicon

gleðilegt nýtt ár mín kæra vinkona.

kv. Dia

díana Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 19:09

3 Smámynd: Álfhóll

Dóra mín, farðu nú að blogga eitthvað skemmtilegt fyrir mig, mér leiðist og  nenni bara  að lesa örfá blogg vinkvenna minna...... hlakka til að komast á lappir og hitta  þig.....gj

Álfhóll, 5.1.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband