Nú lék lánið við þig!

Þetta var fyrirsögnin á miða sem starfsmaður Bílastæðasjóðs skildi eftir undir rúðuþurrkunni á bílnum í gær. Þar er bíllinn ávarpaður þannig:

Nú lék lánið við þig! Ath. íbúakort gilda EKKI hér - xx300. Í þetta sinn þarftu EKKI að greiða stöðvunarbrotagjald.

Mér hlýnað um hjartaræturnar fyrir hönd bílsins- satt að segja eru bílastæðaverðir elskulegri við bílinn heldur en við mig. Ég hef aldrei fengið svona vinsamleg skilaboð frá þeirri stétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Já lífið er fullt af svona litlum gleðigjöfum sem virka ekki fyrst sem gleðifréttir.  Sistir mín hringdi í gær í mig og sagði að hún hefði verið brjáluð útí mig allan daginn því hún hafði ekki fundið dvd mynd sem hún hafði lánað mér og var reið afþví ég hefði ekki skilað henni.  Allan daginn var hún að drepast úr pirring útí mig og var farin að æfa sig hvað hún ætti að segja við mig, um kvöldið er henni síðan litið í poka inná skrifstofunni sinni og sér dvd myndina þar ásamt sunddótinu sínu og hún skammaðist sín fyrir að hafa hugsað slæmt til mín í heilan dag.  Hún hringdi því í mig og sagði "ég ætla bara að segja þér að þú ert æðisleg sistir og ég elska þig, bless".  Sko þarna var ég næstum því búin að fá á mig sistkyna stöðumælasekt en bjargaðist á síðustu stundu.....jamm ó þetta líf. 

Garún, 6.10.2007 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband