Paparassabögg

FlosiFlosiFlosi

Kötturinn Flosi breytti út af vana sínum í gær - í stað þess að vilja helst ekki vera úti lengur en í hálftíma í senn, var hann fjarverandi fram á nótt. Ég margkallaði á hann af tröppunum, hafði dálitlar áhyggjur af þessari breyttu hegðun þar sem minn er orðinn roskinn. En svo kom hann loksins, óvenju uppveðraður. Hef ekki hugmynd um hvaða ævintýrum hann lenti í. Svona breytingar vekja mann upp af vananum og í dag tók ég fram myndavélina til að festa hann á mynd þar sem hann svaf sem fastast í stólnum sem við þykjumst bæði eiga tilkall til. Flosi vaknaði strax þó að ég hafi læðst að honum og hann brást við eins og hinar stjörnurnar þegar paparassarnir eru að bögga þær - kvartaði og lét sig hverfa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband