Leitađ lausna.

Steinasafniđ mitt er í mikilli vanrćkslu. Satt ađ segja hef ég ekki haft hugmynd um hvađ ég ćtti ađ gera viđ ţađ. Mér finnst gaman ađ taka fallega smásteina međ mér heim ţegar ég ferđast erlendis og innanlands. Ég á bleikan og grćnan stein frá Iona viđ Skotlandsstrendur - og Djúpalónsperlu frá Snćfellsnesi. Ţakbút úr kirkjurústum frá ţáverandi Austur Ţýskalandi, en ţar var ég á ferđ stuttu eftir fall múrsins og óvenjulegan stein frá Akureyri. Ég hef stundum stungiđ nokkrum steinum ofan í blómapottana - finn ţá síđan aftur ţegar ég skipti um mold eftir dúk og disk. Ég hef sett ţá fallegustu í glćrt glerílát og fyllt međ vatni og dálitlu áfengi til ađ ţađ fúlni ekki strax- en ţađ er ekki lengi ađ verđa subbulegt. En svo fékk ég hugljómun - ég sé fyrir mér svona setjarahillu međ mörgum litlum hólfum sem var mikiđ í tísku fyrir nokkru. Vandinn er ađ ég hef ekki hugmynd um hvar svoleiđis hillur fást. Veit ţađ einhver sem heimsćkir bloggiđ mitt? Kannski verđ ég ađ smíđa hana.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţú fćrđ svona hillur á antiksölum - nú ef ţađ er of dýrt ţá voru svona hillur til í Ikea og pottţétt dettur ţú niđur á eina slíka á Góđa hirđinum.

bestu kv. sjáumst vonandi á laugardaginn

pian

dia (IP-tala skráđ) 25.9.2007 kl. 21:35

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Fór í Góđa hirđirinn - ekkert ţar. Kannski Kolaportiđ - og á eftir ađ fara á antíksölur og Ikea. Fínt!

Halldóra Halldórsdóttir, 25.9.2007 kl. 22:48

3 Smámynd: Garún

Veistu, ţetta fćst á morgum stöđum.  Ikea, kannski meira ađ segja í Einu sinni var í Faxafeni.   En síđan er ekkert mál fyrir snilling eins og ţig ađ búa bara til sjálf.  

Garún, 26.9.2007 kl. 12:24

4 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Haldiđi ađ ég hafi ekki fundi ekta setjaraskúffu hjá Fríđu frćnku áđan. Hún stóđ og beiđ ţolinmóđ eftir mér - ég er fremur ánćgđ í dag.

Halldóra Halldórsdóttir, 26.9.2007 kl. 18:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband