Leitað lausna.

Steinasafnið mitt er í mikilli vanrækslu. Satt að segja hef ég ekki haft hugmynd um hvað ég ætti að gera við það. Mér finnst gaman að taka fallega smásteina með mér heim þegar ég ferðast erlendis og innanlands. Ég á bleikan og grænan stein frá Iona við Skotlandsstrendur - og Djúpalónsperlu frá Snæfellsnesi. Þakbút úr kirkjurústum frá þáverandi Austur Þýskalandi, en þar var ég á ferð stuttu eftir fall múrsins og óvenjulegan stein frá Akureyri. Ég hef stundum stungið nokkrum steinum ofan í blómapottana - finn þá síðan aftur þegar ég skipti um mold eftir dúk og disk. Ég hef sett þá fallegustu í glært glerílát og fyllt með vatni og dálitlu áfengi til að það fúlni ekki strax- en það er ekki lengi að verða subbulegt. En svo fékk ég hugljómun - ég sé fyrir mér svona setjarahillu með mörgum litlum hólfum sem var mikið í tísku fyrir nokkru. Vandinn er að ég hef ekki hugmynd um hvar svoleiðis hillur fást. Veit það einhver sem heimsækir bloggið mitt? Kannski verð ég að smíða hana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú færð svona hillur á antiksölum - nú ef það er of dýrt þá voru svona hillur til í Ikea og pottþétt dettur þú niður á eina slíka á Góða hirðinum.

bestu kv. sjáumst vonandi á laugardaginn

pian

dia (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 21:35

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Fór í Góða hirðirinn - ekkert þar. Kannski Kolaportið - og á eftir að fara á antíksölur og Ikea. Fínt!

Halldóra Halldórsdóttir, 25.9.2007 kl. 22:48

3 Smámynd: Garún

Veistu, þetta fæst á morgum stöðum.  Ikea, kannski meira að segja í Einu sinni var í Faxafeni.   En síðan er ekkert mál fyrir snilling eins og þig að búa bara til sjálf.  

Garún, 26.9.2007 kl. 12:24

4 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Haldiði að ég hafi ekki fundi ekta setjaraskúffu hjá Fríðu frænku áðan. Hún stóð og beið þolinmóð eftir mér - ég er fremur ánægð í dag.

Halldóra Halldórsdóttir, 26.9.2007 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband