Auglýsingin umrædda
7.9.2007 | 13:05
Var að skoða nýju Síma auglýsinguna. Fyrst slær mig hversu gríðarlegt fjármagn fer í þetta - þetta er dýr auglýsing. Þetta er eins og mini - bíómynd með lélegu tali.
Svo er mér hugleikið hversu mjög auglýsingin hefur sært þá sem hafa sterka Kristna trú - talaði við eina manneskju sem er særð vegna niðurlægjandi meðferðar á hennar helgustu málum.
Svona auglýsing verður aðeins til í þjóðfélagi sem er nógu sjálfsöruggt til að geta ekki ímyndað sér að þurfa á guðlegum styrk að halda, þjóðfélagi sem hefur óbilandi trú á því að geta bjargað sér sjálft undir öllum kringumstæðum. Ríku þjóðfélagi þar sem er ekkert stríð eða náttúruhamfarir hafa dunið yfir í nokkur ár og þar sem yfirstandandi loftslagsbreytingar lofa bara góðu. Og í þjóðfélagi þar sem forystumenn þjóðarinnar þurfa ekki að flagga trú sinni til að vera kosnir eða valdir til ábyrgðar.
Athugasemdir
Samt er trúin svo stór hluti af samfélagi okkar og hefur áhrif á svo margt, eins og til dæmis á hjónavígslur samkynhneigðra. Þessi auglýsing ergir mig ekki persónulega, en mér finnst það samt lágkúra að reyna vísvitandi að skapa hneykslun og usla til að selja síma. Ég meina það er ekki eins og það sé einhver hugsjón á bakvið þetta. Þetta er alger óþarfi og hefði alveg verið hægt að gera spennandi auglýsingu án þess að særa tilfinningar sterktrúaðs fólks.
Thelma Ásdísardóttir, 10.9.2007 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.