Hvers vegna hjónabönd?

Ég átti samtal við unga manneskju nýlega og talið barst að hjónaböndum almennt. Hvers vegna hjónabönd? Hvers vegna hjónaband konu og karls. Hvers vegna "má" fólk ekki bindast tilfinninga - og efnahagslegum böndum eins og þeim sýnist? Af hverju að bendla Guði við þetta allt saman?

Ef ég hefði fæðst kona í Himalaiafjöllum væri alveg líklegt að ég ætti tvo eða þrjá bræður sem eiginmenn - þar er lífsbaráttan hörð og veitir ekki af fleiri en einum karli til að lifa af og koma börnunum á legg. Kannski er líka skortur á stúlkubörnum þar eins og er að verða í Kína. Víða er fjölkvæni líka eðlilegur hlutur sem á líka rætur í þeirri praktísku þörf að sjá sér farborða. Kemur ekki Guði eða guðum við. Þar sem engar samfélagsstofnanir eru þar finnur fólk leiðir til að komast af.

Málið er að hjónaband konu og karls er auðveldari eining fyrir stofnanir samfélagsins, sérstaklega kirkjunnar hér áður fyrr, til að henda reiður á eignum, sköttum og skyldum þegnanna. Kirkjan hefur verið órofin hluti af ríkinu svo lengi að við munum ekki að það eru margar leiðir til að lifa lífinu - kannski lifi ég það að sjá fjölkvæni og fjölgiftingar. Ég styð það að rjúfa alveg tengsl ríkis og kirkju. Það mun stuðla að frjálsari og víðsýnni hugsunargangi komandi kynslóða. Aðalatriði er að búa fólki, og sérstaklega börnum, ástríkt og uppbyggilegt umhverfi til að búa í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Heyr! heyr!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.9.2007 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband