Fellibylurinn Dean
17.8.2007 | 02:02
Nú berast fréttir af fellibylnum Dean sem er um það bil að koma við á Barbados. HF var send heim úr vinnunni í dag kl. 4 og lagðar línurnar hvernig maður hagar sér við þessar kringumstæður. Kaupa nóg af vatni og mat sem þarf ekki að elda og geymist vel því að oft þarf að taka rafmagn af allri eyjunni til að forðast óhöpp. Svo eru víst einhver fellibyljaskýli sem eru opnuð þegar með þarf. En hún er með vinkonur frá Þýskalandi og Ítalíu í heimsókn og ber sig bara vel enda er húsið sem hún býr í úr steini og nýlegt. Það ætti ekki að haggast neitt. Svo er víst erfitt að spá fyrir nákvæmlega hvar þeir fara yfir.
Athugasemdir
Dóran mín, láttu vita hvernig fer á Barbados. Mér finnst að Hildur Fjólan okkar ætti að loka sig inni í sterku skýli hún er eitthvað svo lítil þessi elska.
Álfhóll, 17.8.2007 kl. 10:27
úff Dóra mín - vona að þessi Dean hagi sér almennilega,
Veit að HF er svoddan töffari en samt gott að vita að hún er með vinkonur sínar hjá sér,
hlý kveðja
Día
diana (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 20:12
Fékk tölvupóst frá henni áðan - allt í lagi - bara stomur og rigning. Miðja stormsins fór norðan við þessa eyjapísl sem hún er á - Dean fann hana ekki.
Halldóra Halldórsdóttir, 17.8.2007 kl. 20:47
Já hann Dean hefur vitað sínu viti. Hann var skynsamur að forðast Hildi. Því þótt hún er minni en sumir þá er hún fanta hörkukvendi. Ein af fáum sem hafa stoppað hvirfilbylinn Garúnu með einu orði.
Garún, 17.8.2007 kl. 21:34
auðvitað fór Dean framhjá.......
það er sterk vörn fyrir Barbados að hafa Hildu á staðnum
engar áhyggjur hér um þetta vindspott
Ágústa (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.