Rennandi vatn
6.7.2007 | 16:28
Skrítið - hugsaði ég þar sem ég lá í pottinum í sundhöllinni og skemmti mér við að búa til verkefni fyrir haustið. Ég fæ mínar bestu hugmyndir í eða við rennandi vatn. Þetta er alþekkt og viðurkennt í mínum vinkvennahópi þegar einhver okkar kemur af klósettinu og segir - um leið og hún klárar að girða sig - "stelpur, mér datt í hug...". Það er eitthvað við rennandi vatn sem setur hugflæðið í gang. Og þá skiptir ekki máli hvort það er á klósettinu - í laugunum eða við hátíðlega fossa úti í náttúrunni. Lykillinn er rennandi vatn.
Athugasemdir
Góð Dóra, það er eins og ég kannist við lýsingarnar? Skrýtið. Hlakka til að heyra um verkefnin...........
Love
Guðrún
Álfhóll, 6.7.2007 kl. 17:56
einkennilegt........einmitt það sem mér hefur fundist, bestu hugmyndirnar verða til í sturtunni
Ágústa, 6.7.2007 kl. 23:10
Gakktu með vatni eða horfðu í eld sagði Völvan í Völuspá...........
Svínvirkar.
Bestu kv.
Álfhóll, 8.7.2007 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.