Tæknileg framför
8.5.2007 | 11:55
Rósirnar taka sig vel út á steinsteypunni. Eitthvað táknrænt við þessa ljósmynd.
Vegna hárbeittrar áskorunar Díu vinkonu varðandi tæknilega færni okkar Guðrúnar er hér sönnun á hinu gagnstæða. Nú er Guðrún búin að kenna mér að setja myndir inn í textann og - við erum búnar að ná tökum á því að senda myndir úr fína skannanum okkar! Við getum allt hér á Stígó! Og ef ekki - þá lærum við það bara.
Athugasemdir
Vá vá vá það er barrra svonnna,
ég hefði kannski átt að segja þetta fyrr við ykkur þá hefði ýmislegt ...... humm segi ekki meir. ha ha.
Þetta getið þið duglegar Stígókellur- hef greinilega verið allt of lin við ykkur, annars er ég ekki frá því að tölvusambandið hafi verið frekar skrýtið síðustu klst.....
til lukku - voða gaman að fá svona mynskreyttan texta.
Bestu kveðjur til Flosa og auðvita þín
Día
diana (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 15:35
já já einmitt - ég er að hugsa um að senda inn myndir frá Barbados í ferðinni. Ef tæknin gengur upp það er að segja. Er að fara eldsnemma á mánudagsmorguninn og er orðin heldur spennt. Kannski vil ég ekkert koma til baka úr paradísinni!
Halldóra Halldórsdóttir, 8.5.2007 kl. 16:39
Falleg mynd þó hún sé líka dapurleg.
Það verður gaman að sjá myndirnar þínar frá Barbados :)
Thelma Ásdísardóttir, 10.5.2007 kl. 09:28
Dóra, þú ert bara farin að setja inn svona myndir við hliðina á textanum, komin fram úr mér! Viltu kenna mér það þegar þú kemur frá Barbados. En Día pía, þú kenndir mér aldrei að seta inn myndir á Stígamótasíðuna og ég er enn að þráast við síðan þú hvarfst á braut. Kannski að Don Dóra bara fari í það?
Góða ferð elsku Dóra mín, ætla að ferðast þangað í gegnum þig, leyfðu okkur að fylgjast með ef þannig vill verkast.
Guðrún
Álfhóll, 12.5.2007 kl. 08:37
Dóra mín, hvað er að frétta frá Barbados? Ef þú sérð þetta skaltu vita að ég nýt þess að vita að þú ert að upplifa svona spennandi ævintýri.
kv. gj
Álfhóll, 18.5.2007 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.