Barbados

 

 000_0258

15 mai.

Dagur eitt a Barbados - i miklum hita og raka. Thetta aetlar ad verda mikil aerslafor. Sjo manns a ollum aldri, einn 15 ara, tveir 27 ara, ein 32 ara og thrir um og yfir fimmtugt. Og vid skemmtum okkur konunglega. Buum i tveimur ibudum hlid vid hlid. Thad tekur a ad vera i 30 stiga hita og miklum raka eftir svalt vor a Islandi og vid erum soldid dosud.

Byrjadi a tvi ad Hildur Fjola var ekki a flugvellinum til ad taka a moti okkur. Og enginn var med simanumerid hja henni. Nei - ekki einu sinni modir hennar. En loks birtist hun - hafdi ekki reiknad med ad flugid vaeri a undan aaetlun. Miklir fagnadarfundir.

Tvi naest var ad komast i ibudina og var fundinn taxi fyrir hluta hopsins - bill HF tekur ekki okkur oll. Upphofust nu miklar utskyringar a tvi hvar husid vaeri - leigubilstjorinn turfti teikningu til  ad atta sig en samt thurfti ad lodsa hann i gegnum sima. Allar gotumerkingar eru her afar oljosar. Allt for thetta vel og var farid a fyrsta veitingahusid thetta kvold.

000_0261

16 mai. 

I dag var farid a strondina sem er um 10 minutna gangur- ekki tharf ad fjolyrda um fegurdina her.

I kvold forum vid a sjavarretta matsolustad sem leit ut fyrir ad vera serstakur - sem hann var. Algjorlega oaetur matur. Okkur grunar ad krabbinn hafi verid ur dos - brimsaltur. Steikurnar voru bragdvondar og allir heldur fulir. En bratt vard gaman aftur - forum annad til ad fa okkur eftirretti.

Sidan er skordyralifid - moskitoflugur eru varasamar og mikid vopnabur er ordid til i badum ibudum. Fjolfaetla birtist a golfinu i gaerkvold - heldur vigaleg a leid inn i mitt herbergi. Um 10 cm. long og kroftug. Thegar buid var ad ganga a milli bols og hofuds a henni (bokstaflega) helt hun lengi afram ad lata ofridlega.

19 mai.

100_0035

Skodudum fuglagard - og vorum skodud. Hatturinn vakti athygli - ekki adeins hja thessum heldur eru ferdafelagarnir gladir med thetta litsterka hofudfat enda engin leid ad tyna mer. Her hef eg misst allt daga og timaskyn og mer hefur ekki enn tekist ad na peningum ut ur banka her. Vill til ad eg a goda ad.

 20 mai.

Forum i straeto upp alla vesturstrondina - sem er hverfi hinna super riku. Thar rada villurnar ser upp medfram strondinni med tilheyrandi golfvollum. Roltum um Speightstown thar sem hitinn var gifurlegur, vid erum alltaf a ferd a heitasta timanum. Thadan med taxa upp haedina til ad skoda Wildlife reserve, thar sem skjaldbokur, litlir apar og dadyr eiga gott lif. Handlekum slongu og dadumst ad iguana dreka sem var ekki eins heilladur af okkur.

100_0024

100_0029

Heimspekilegir fuglar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Álfhóll

Vá, takk fyrir að deila þessu með okkur.  En dásamlega spennandi.  Bið kærlega að heilsa Hildi Fjólu.  Njóttu, njóttu...........

kv. gj

Álfhóll, 20.5.2007 kl. 09:19

2 identicon

Dóra þetta er nú bara eins og klippt út úr ævintýrabók

þér hefur ekki leiðst að sitja við hliðan á þessum flotta fugli

myndin af þér á bekknum er frábær

hlakka til að sjá meira

bestu kveðjur til Hildu

kv. día í roki og skítakulda á Hólabrautini

Día (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 14:03

3 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Ja - her eru eintom aevintyri. I dag forum vid stelpurnar i sjoinn - strakarnir foru i batsferd. Undirritud lenti i oldu sem hun redi ekki vid og var tvisynt um stund hvort hun kaemi yfirhofud heim aftur. En litla systir var vid hondina til ad draga i land - med sinn bleika hatt, en hattarnir eru ur pappir og thola ekki svona medferd. Svo var farid a Carib veitingahus og fengid ser Pina Colada fyrir matinn. Ta kom hitabeltisskur en vid lekum okkur ad tvi ad gefa smafinku ad drekka Pina Colada sem hun kunni vel ad meta.

Halldóra Halldórsdóttir, 20.5.2007 kl. 19:34

4 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Haldidi ad eg hafi ekki verid svo heppin ad a sidustu stundu kom i ljos ad Gudbjorg vinkona var husnaedislaus og baudst til ad bua hja Flosa. Svona er lifid! 

Halldóra Halldórsdóttir, 20.5.2007 kl. 19:37

5 identicon

var að setja út min fyrstu harðgerðu sumarblóm eins og venjulega og hvað....... það SNJÓAÐI  núna rétt aðan.

hvenær er næsta flug til ykkar?

kv Día

dia (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband