Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Eins og ég man...
9.4.2009 | 18:12
Í mínum uppvexti skildist mér smám saman hvernig pólitíkin virkaði. Sem dæmi - til að pabbi gæti byggt sér bílskúr þá fór hann í rétta bankann til að fá lán - bankann sem tilheyrði hans flokki. Svona var þetta út um allt samfélagið.
Það hefur alltaf verið ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn var þéttur og mikill flokkur - þeir sem voru þar innanflokks voru iðulega miklir kallar (aftur minningar úr æskunni) - í huga ungrar manneskju var þetta lögmál. En mér hugnaðist aldrei þessi félagsskapur - var tortryggin út í þetta óáþreifanlega vald sem fylgdi þessum mönnum. Margir áratugir eru nú liðnir og margt hefur breyst i pólitíkinni en ég held að þessi mynd af þéttum, samofnum hagsmunasamtökum sem flokkurinn var - hafi aðeins styrkst. Þessar fréttir sem margir Sjálfstæðismenn eru nú að furða sig á koma mér ekki á óvart. Svona hefur þetta alltaf verið - það nýja er að þetta er að velta út úr skápum og skúmaskotum. Hinn gamli flokkurinn sem taldi sig eiga annan helminginn af landi og þjóð, Framsókn, er örugglega um þessar mundir að reyna að setja fleiri hengilása á sína feluskápa. Það þýðir ekki að Samfylking og VG séu heilagar kýr - þó er það þannig að það var ekki sama peningafólkið á bak við þá í marga áratugi. Má vera að það hafi breyst síðasta áratuginn eða svo.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kænskubragð
8.4.2009 | 19:33
Geir er hættur segir hann. Hann hefur fallist á að fórna sér fyrir flokkinn. Þarf að hvítþvo þá sem eiga eftir að starfa áfram. Þetta er klassísk aldagömul austurlensk leið til að hreinsa til - það var valið geitar - grey og hún var hlaðin syndum íbúanna. Eftir viðeigandi ritúal var hún send út í eyðimörkina til að drepast og þannig fjarlægði hún alla glæpi og illsku samfélagsins. Scapegoating heitir þetta og er vel þekkt fyrirbæri sem virkar enn eftir þúsundir ára.
En ég er forvitin að vita hvað Geir fær fyrir að fórna sér svona fyrir flokkinn. Kannski loforð um að komst klakklaust inn um Gullna hliðið.
Geir segist bera ábyrgðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvaða stjórnmálaflokkur er nógu hugrakkur..
4.4.2009 | 16:31
til að hlusta á og fara eftir ráðgjöf Dr. Michael Hudson sem skrifar í Fréttablaðið í dag. Ætlum við virkilega að reyna að borga þessar gífurlegu upphæðir til að þurrka upp skítinn eftir útrásina?
Mér er fullkomlega misboðið að hugsa til þess að Ísland verði að berjast í fátækt og vesældómi í mörg ár vegna þess að stjórnmálamenn þora ekki að taka af skarið og segja " VIÐ BORGUM EKKI".
Persónulega tók ég ekki þátt í græðgisvæðingunni og neita að taka þátt í að þrífa upp eftir þá sem það gerðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)