Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Allir þessir munaðarleysingjar

Það er svo "rörende" (eins og mamma hefði sagt) að fylgjast með því hvernig fólk um víða veröld bíður með eftirvæntingu eftir að Barak Obama taki við í Hvíta húsinu eftir hálfan mánuð. Það er eins og heimurinn sé fullur af munaðarleysingjum sem eru að bíða eftir góða foreldrinu sem muni laga allt sem vondi kallinn hefur sett úrskeiðis - ekki bara í Bandaríkjunum. Sá sem er að pakka saman þessa dagana, Bush, hefur hrært upp í öllum koppum og kyrnum, sett allt á annan endann, og fólk er orðið örþreytt á að vera hrætt og öryggislaust. Auðvitað eru þessar væntingar barnaskapur og vonbrigðin munu koma fljótt í ljós - hversu hættulegar afleiðingar það hefur að Obama mun valda mörgum vonbrigðum veit nú enginn. En þvílíkt álag á einum manni.  

Gamlar minningar

Þegar ég var krakki var ég stundum í geymslu á Ísafirði hjá móðurfjölskyldunni hluta úr sumrum. Þangað var flogið í Katalínu flugbát og lent á Pollinum. Man eftir lyktinni, af bensíni og leðursætum. Síðan var mannskapurinn ferjaður í smábátum í land. Það eru draumkenndar minningarnar frá þessum árum - 1952 til 62 sirka. Pollurinn var enn á sínum stað og ég man það greinilega að það var eins og að ganga á milli landshluta að ganga þessa fáu metra frá Pollinum, þar sem veðrið var alltaf gott og hlýtt - norður Sólgötuna að úthafinu - þar sem var alltaf kalt og hvasst. Í fjörunni við Pollinn tíndi ég uppí mig soðnar rækjur sem einhvernvegin sluppu úr rækjuvinnslunni - þar vann Anna Halldórs ömmusystir mín við að pilla rækjur. Frændfólk mitt átti verslanir og þjónustur í bænum. Ella Magg, alltaf svo fín, rak hárgreiðslustofuna. Jónas Magg var með búð, Sigrún Magg var söng og leikkona og að mig minnir var með hannyrðaverslun. Þau vissu ekkert hvað ætti að gera við litla frænku úr bænum - öll einhleyp og barnlaus - svo þau gáfu mér bara allt það sem mér þótti best að borða, sem var aðallega vínarbrauð úr bakaríinu. Ég hef aldrei fengið betri vínarbrauð.   

KattarBína bjó í kjallaranum á Grund - sama húsi og Anna og fjölskylda. Allir krakkar voru hræddir við KattarBínu. Hún talaði aldrei við okkur krakkana - kannski engan. En hún hændi að sér alla ketti í bænum, fleiri tugir hálfvilltra katta, og varðist af fullri hörku öllum tilraunum til að fækka þeim. Ég bar mikla og óttablandna virðingu fyrir henni og svona ætlaði ég að verða þegar ég yrði gömul. Í mínum huga var hún hetja - barðist gegn öllum sem ætluðu að hrófla við köttunum hennar. Það er ekkert pláss eftir fyrir KattarBínur í nútíma þéttbýli - en það blundar enn í mér löngunin til að enda ævina sem sérlunduð, þögul kerling sem hagar sér eftir eigin höfði og gefur skít í allt og alla. Og það verða ekki bara kettir í mínu húsi - allar dýrasortir verða velkomnar.   


Ekki sama píparann

Ég varð nú bara ergileg við að hlusta á Bjarna Ármannsson í Kastljósinu í gær. Þessar 350 millur sem hann ætlar að skila er bara dropi í hafið af því sem hann hefur sópað til sín. Ódýr syndaaflausn. En það sem ergir mig enn meira eru þær raddir sem halda því fram að "markaðurinn" reguleri sig sjálfur. Láta hann bara í friði og hann mun rétta sig af. Svona er hægt að segja um náttúruöflin - það er flóð og fjara - kuldi og hiti og svo framvegis sem stundum ná því að vera í jafnvægi um tíma. En markaðurinn er búinn til af mönnum og þar af leiðandi verður mannshöndin að stýra honum. Kúnstin er sú að finna meðalhófið í stýringunni. Það brást algerlega hér. Og satt að segja ber ég ekkert traust til þeirra sem ætla nú að laga hlutina. Ég mundi alla vega ekki kalla aftur í sama píparann ef hann var einu sinni búinn að klúðra allri vatnslögninni í húsinu mínu. Hins vegar mundi ég fara fram á skaðabætur.

Heill þér köttur

Flosi 2Fann síðu þar sem kettir eru hylltir sérstaklega - reyndar á kostnað hunda og manna - en hvað með það.

"You can keep a dog; but it is the cat who keeps people, because cats find humans useful domestic animals."
- George Mikes from "How to be decadent

"Dogs come when they're called. Cats take a message and get back to you."
- Mary Bly

"For a man to truly understand rejection, he must first be ignored by a cat."
- Anon

"I love cats because I love my home and after a while they become its visible soul."
- Jean Cocteau

" God made the cat in order that humankind might have the pleasure of caressing the tiger."
- Fernand Mery

"Cats are smarter than dogs. You can't get eight cats to pull a sled through snow. "
- Jeff Valdez

"Way down deep, we're all motivated by the same urges. Cats have the courage to live by them."
- Jim Davis

"There is, incidentally, no way of talking about cats that enables one to come off as a sane person."
- Dan Greenberg

"The smallest feline is a masterpiece."
- Leonardo da Vinci

"Beware of people who dislike cats."
- Irish Proverb

"I like pigs. Dogs look up to us. Cats look down on us. Pigs treat us as equals."
- Winston Churchill

"I have studied many philosophers and many cats. The wisdom of cats is infinitely superior."
- Hippolyte Taine

"Dogs believe they are human. Cats believe they are God."
- Unknown

"Time spent with cats is never wasted."
- Unknown

" How we behave toward cats here below determines our status in heaven."
- Robert A. Heinlein

"Dogs have owners, cats have staff."
- Unknown

"Thousands of years ago, cats were worshipped as gods. Cats have never forgotten this."
- Anonymous

" There are many intelligent species in the universe. They are all owned by cats."
- Anonymous

"One cat just leads to another."
- Ernest Hemingway

"People who hate cats, will come back as mice in their next life."
- Faith Resnick

"I have noticed that what cats most appreciate in a human being is not the ability to produce food which they take for granted--but his or her entertainment value."
- Geoffrey Household

"As anyone who has ever been around a cat for any length of time well knows cats have enormous patience with the limitations of the human kind."
- Cleveland Amory


Because I could

Var að lesa grein um rannsóknina á Madoff, peningamanninum sem er búinn að svindla á ríkasta fólki í heimi í mörg ár og fylla peningakistur í skattaparadísum beggja vegna Atlandshafsins. Mér varð hugsað til viðtals sem ég sá á einhverri erlendri sjónvarpsstöð fyrir nokkru síðan. Þar var Bill Clinton, fyrrverandi forseti bandaríkjanna, spurður meðal annars hvers vegna hann hafi hagað sér eins og hann gerði í Moniku Lewinski málinu. Svarið var, "because I could". Svo einfalt var það. Ég held að þetta einfalda svar sé mjög afhjúpandi fyrir þá sem í krafti valds - hvort sem það er vald peninga eða annars ofbeldis - ganga eins langt og þeir geta eða þangað til þeir eru stöðvaðir. Þess vegna er það svo forkastanlegt að það skuli ekki hafa verið settur stífur rammi utan um þessa fjármálastarfsemi. Allir sem ala upp börn vita að ef þeim er ekki sett ákveðin mörk þá vaða þau uppi stjórnlaust - og verða öllum til ama. Það er ekki meðfætt að þekkja muninn á réttu og röngu - það er lært.

http://www.guardian.co.uk/business/2008/dec/28/bernard-madoff-fraud-investigation-offshore 


Landráð af gáleysi framið af atvinnupólitíkusum

Páll Skúlason heimspekingur var í viðtali við Önnu Maríu um daginn, tengill hér fyrir neðan. Þar hlustaði ég loksins á mann sem greindi stöðuna rétt. Hann notaði orðin landráð af gáleysi um það sem átti sér stað á nýliðnu ári. Þetta er mjög alvarleg niðurstaða. En gáleysið var framið af atvinnupólitíkusum!

Nú er sama fólkið sem framdi landráð að vinna hörðum höndum við að bjarga málum. Það má líta á það þannig að batnandi manni sé best að lifa og að þau sem stóðu í brúnni þegar Títanik æddi á ísjakann sé nú rétta fólkið til að standa að björgun. Það má líka líta þannig á að það sé vítavert og viðbótar óðs manns æði að hafa sama fólkið við stjórnina sem af gáleysi eða kunnáttuleysi gætti ekki að sér.

Ég heyrði forsætisráðherrann í gær leggja áherslu á að heimsástandið hafi orsakað bankahrunið - ekki gáleysi ríkisstjórnar og Seðlabanka. Ég er alveg viss um að þetta fólk er mjög meðvitað um hvernig íslandssagan mun fjalla um þau. Þau eru öll atvinnupólitíkusar með annað augað á ferilskrá sinni og þessar hörmungar Íslands verða eins og myllusteinn um hálsinn á þeim. Ég er þess fullviss að þau eru ekki síst að bjarga eigin skinni og munu ekki láta flæma sig burt með skottið á milli lappanna fyrr en í fulla hnefana. Við kjósum í vor trúi ég - það verður athyglisvert að fylgjast með því hvernig þau munu öll reyna að bjarga pólitísku mannorði sínu fram að þeim tíma. Og þau eru nú að vinna að því að skrifa söguna sér í hag. Þess vegna var ómetanlegt að fá þessa skýru greiningu frá Páli Skúlasyni, hafi hann þökk fyrir.

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4454024/2008/12/28/ 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband