Because I could

Var að lesa grein um rannsóknina á Madoff, peningamanninum sem er búinn að svindla á ríkasta fólki í heimi í mörg ár og fylla peningakistur í skattaparadísum beggja vegna Atlandshafsins. Mér varð hugsað til viðtals sem ég sá á einhverri erlendri sjónvarpsstöð fyrir nokkru síðan. Þar var Bill Clinton, fyrrverandi forseti bandaríkjanna, spurður meðal annars hvers vegna hann hafi hagað sér eins og hann gerði í Moniku Lewinski málinu. Svarið var, "because I could". Svo einfalt var það. Ég held að þetta einfalda svar sé mjög afhjúpandi fyrir þá sem í krafti valds - hvort sem það er vald peninga eða annars ofbeldis - ganga eins langt og þeir geta eða þangað til þeir eru stöðvaðir. Þess vegna er það svo forkastanlegt að það skuli ekki hafa verið settur stífur rammi utan um þessa fjármálastarfsemi. Allir sem ala upp börn vita að ef þeim er ekki sett ákveðin mörk þá vaða þau uppi stjórnlaust - og verða öllum til ama. Það er ekki meðfætt að þekkja muninn á réttu og röngu - það er lært.

http://www.guardian.co.uk/business/2008/dec/28/bernard-madoff-fraud-investigation-offshore 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt.  En hart að þurfa að gæta fullvaxinna manna sem væru þeir börn.

Ágætur maður sagði einu sinni: "Það eru aðeins skepnurnar sem ganga eins langt og þær komast."

Björg Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband