Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Orðið alveg sama

Er að hlusta á kanadískan pistilhöfund í breska útvarpinu og varð þá hugsað til fréttanna frá Kanada í gær. Þar er virkur pólitískur þrýstihópur sem vill fá að reykja sitt marjúana og kaupa það og selja að vild. Fréttir frá Bretlandi sýna mjög háa prósentutölu fólks sem notar kókaín um helgar og hassneyslan þar er hversdagsleg. Og það er nú orðið nokkuð ljóst að stríðið sem bandaríkjamenn hafa háð við kókaínið í og frá suður Ameríku er endalaust, það sama virðist vera að frétta frá öðrum löndum, hér líka.

Það kom mér nokkuð á óvart þegar ég fór að skoða hug minn í þessum málum að mér er alveg sama. Mér er orðið alveg sama hvort fullorðið fólk tekur inn eða reykir eða sprautar sig með einhverjum efnum sem gera líf þeirra bærilegra. En við nánari skoðun fann ég að þetta hefur breyst hjá mér, þegar ég var að ala upp barn og ungling var mér EKKI sama, alls ekki. Hún komst til fullorðinsáranna án þess að missa fótana í þessum málum. Í stað þess að skammast mín fyrir að vera með svona óábyrgar hugsanir læt ég eftir mér að skilja þessi mál eftir í höndum viðeigandi aðila og er bara léttari í lund fyrir vikið. Nóg er nú samt eftir til að hafa skoðanir á.     


Á Austurvelli í gær

Það var skemmtileg uppákoma við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli í góða veðrinu í gær. Sennilega verið að steggja þann í brúðarkjólnum því að hann var látinn sverja eilífa ást á vinum sínum þótt hann ætlaði að giftast einhverri konu. Félagarnir sungu brúðarmarsinn og túristar jafnt og innfæddir höfðu gaman af. DSCF0085

Ábyrgðarhluti

 Eftirfarandi er tekið úr frétt á vísir.is þar sem sagt er frá niðurstöðu tveggja dómara af þremur í nálgunarbannsmáli vegna heimilisofbeldis. (finn ekkert um þessa frétt á mbl.is) Áhyggjur lögreglu af öryggu konunnar eru léttvægar fundnar. Hvað ef allt fer á versta veg og "friði konunnar verði raskað aftur" eins og það heitir á fínu máli þótt greinilegt sé að hún var beitt grófu ofbeldi í langan tíma? Eru þessir dómarar þá á einhvern hátt ábyrgir þegar þeir meta hættuna léttvæga? Eitthvað segir mér að svo verði ekki.

"Lögreglan telur að öryggi konunnar kunni að vera stefnt í voða fáist ekki framlenging á nálgunarbanninu.

Héraðsdómur Reykjavíkur varð ekki við þeirri beiðni 31. júlí síðastliðinn og þann úrskurð staðfesti Hæstiréttur í gær. Meirihluti dómenda Hæstaréttur í málinu, þeir Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson, telur að ekki liggi fyrir rökstuddur grunur til að ætla að maðurinn brjóti gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni eða raski friðar hennar á annan hátt.

Hæstaréttardómari vildi áframhaldandi nálgunarbann

Páll Hreinsson, dómari við Hæstarétt, skilaði sératkvæði. Hann sagði að maðurinn hefði verið ákærður fyrir gróf ofbeldisbrot gagnvart konunni og sjá megi af gögnum málsins, þar á meðal ljósmyndum, að áverkar hennar voru umtalsverðir. Páll segir að þegar haft er í huga að hin tímabundna skerðing á frelsi mannsins gangi ekki lengra en nauðsyn beri til skuli verða við beiðni um áframhaldandi nálgunarbann".


Ný staða

Nú er ný staða komin upp. Flugfjaðrirnar á Tuma eru vaxnar fram aftur og nýju stélfjaðrirnar eru orðnar glæsilegar. Hann er sem sagt orðinn glæsilega flugfær. Það gefur honum vaxandi öryggi og nú flýgur hann eins og lítil græn elding um stofuna. En Flosi er nú að komast í nýja stöðu - nú flýr hann undir stól þegar Græna eldingin þýtur yfir og steypir sér niður að honum. En hann hugsar sitt, það mætti jafnvel lýsa augnaráðinu sem lymskulegu og skottið hreyfist líka lymskulega.

DSCF0051

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband