Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Fuglalíf
14.7.2008 | 22:30
Það skemmtilegsta sem Tumi veit er að tæta eitthvað niður. Mitt hlutverk er að finna eitthvað nýtt fyrir hann að spreyta sig á. Nú er í uppáhaldi hjá honum að ráða niðurlögum Nicorett tyggjó-umbúða. Af mikilli vandvirkni fjarlægir hann allan álpappír fyrst í smáögnum - síðan gatar hann plastið allt - öll 15 hólfin. Loks bitar hann það sem eftir er niður í örður. Einbeitingin er algjör. Stundum missir hann umbúðirnar úr klónum og þarf að sækja það - sem er vandasamt því að það er flókið að halda á því í gogginum og klifra upp í grindina án þess að stíga í það. Ég er oft í hláturskasti við að fylgjast með aðförunum. Hér er hann reyndar að naga eplabita í kvöldsólinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
PTSD?
11.7.2008 | 15:37
Er nú eiginlega í sjokki ennþá. Vegna kæruleysis míns var kötturinn nærri búinn að stúta fuglinum í gær. Tumi tókst á loft og flaug um stofuna - ég hafði ekki athugað að kötturinn var á staðnum. Hann náði að grípa fuglinn á fluginu augnablik - en fuglinum tókst að losna, sennilega hefur kettinum brugðið við ofsafengin viðbrögð mín. Nú upphófst æðislegur eltingleikur sem barst í eldhúsið - þaðan í stofuna, kötturinn var töluvert sneggri en ég og í hita leiksins gerði ég mistök. Í stað þess að fanga köttinn og koma honum á öruggan stað þá eltum við Flosi bæði fuglinn. Nú - fuglinn brotlenti í stórri plöntu og ég náði að fanga hann og troða honum inn í búrið. Síðan beið ég eftir viðbrögðum hans í allt gærkvöld - hvort hann fengi post traumatic stress einkenni eftir lífsháskann, eða dytti niður dauður af hjartaáfalli. En nei nei - hann hristi þetta af sér en ég er hins vegar enn sífellt að athuga með hann og Flosi er bara niðri í herbergi, hann verður þar með stuttum frímínútum til að fara út og fá sér að éta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðbærinn
11.7.2008 | 14:20
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pissa í vatnið
11.7.2008 | 13:52
Þar sem ég maraði í hálfu kafi í Lóninu í vikunni varð ég vitni að þessum samskiptum tveggja ca. fimm ára gutta.
"Ég þarf að pissa"
"ég pissa bara í vatnið"
þögn
"máttu það?"
"nei - það má bara allsherjar vita það"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rólegheitahelgi
5.7.2008 | 19:04
Á þessari rólegheita helgi þegar mér líður dáldið eins og Palla er kjörið að setja inn gjörsamlega tilefnislaust efni á bloggið. Við Tumi sitjum hér í bróðurlegri þögn - hann er að maula kex á milli þess að hann finnur dót til að tæta, nú er hann að störfum við sjónvarpsdagskrána - og ég að taka myndir. Hér er sem sagt krúttlegasta brauðrist sem ég hef séð - fann hana í París um daginn. Líka tvær smámyndir sem ég keypti af listakonunni við bakka Signu.
Það munaði mjóu í gær. Tumi var laus og ég var með gest, kötturinn svaf í sófanum. Tumi á að vera vængstýfður en hann getur flogið samt - af eintómum viljastyrk og þvermóðsku held ég. Hann tók sem sagt flugið og ég hef aldrei séð minn aldraða kött bregðast eins fljótt við. Um leið og Tumi tókst á loft stökk Flosi upp glaðvaknaður og ég á eftir. Náði að góma köttinn rétt áður en hann komst að Tuma, reif hann upp og setti hann út á svalir. Allt í einu vetfangi. Gómaði síðan fuglinn og kom honum í búrið áður en Flosa var hleypt inn, hann varð fyrir sárum vonbrigðum að missa af bráðinni. Þetta kennir mér að sofna ekki á verðinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)