PTSD?

 

Tumi 3

Er nú eiginlega í sjokki ennþá. Vegna kæruleysis míns var kötturinn nærri búinn að stúta fuglinum í gær. Tumi tókst á loft og flaug um stofuna - ég hafði ekki athugað að kötturinn var á staðnum. Hann náði að grípa fuglinn á fluginu augnablik - en fuglinum tókst að losna, sennilega hefur kettinum brugðið við ofsafengin viðbrögð mín. Nú upphófst æðislegur eltingleikur sem barst í eldhúsið - þaðan í stofuna, kötturinn var töluvert sneggri en ég og í hita leiksins gerði ég mistök. Í stað þess að fanga köttinn og koma honum á öruggan stað þá eltum við Flosi bæði fuglinn. Nú - fuglinn brotlenti í stórri plöntu og ég náði að fanga hann og troða honum inn í búrið. Síðan beið ég eftir viðbrögðum hans í allt gærkvöld - hvort hann fengi post traumatic stress einkenni eftir lífsháskann, eða dytti niður dauður af hjartaáfalli. En nei nei - hann hristi þetta af sér en ég er hins vegar enn sífellt að athuga með hann og Flosi er bara niðri í herbergi, hann verður þar með stuttum frímínútum til að fara út og fá sér að éta.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ha ha ha,

Þetta hljóta að vera viðbrigði fyrir ykkur Flosa að fá þennan fjörkálf eða réttara fjörfugl á heimilið - kannski þyrfti ég að senda hana sálu okkar til ykkar til að meta ástandið á ykkur Flosa - heyrist svona frekar að ykkar ástand sé krítiskt.

Við Guðrún Edda þurfum að koma fljótlega og sjá Tuma ..... því fleiri dýr eru ofarlega á óskalistanum á þessum heimili.

kv. Día

día (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 08:47

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

já endilega komið í heimsókn - áður en Flosi klárar Tuma.

Halldóra Halldórsdóttir, 14.7.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband