Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Senuþjófur

Davíð situr ekki uppi með neina mikilvæga vitneskju - hann er að vanda að stýra umræðunni. Enda er hann enn eina ferðina búinn að taka athyglina - og hann elskar að baða sig í ljósinu - enda gamall leikhúsmaður, senuþjófur.
mbl.is Davíð ber fyrir sig bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegt fórnarlamb.

Davíð segir í danska viðtalinu  "Men Præsidenten nedlagde veto og jeg blev syg, og loven blev ikke til noget. Derfor har vi ikke en uafhægig, fri presse. Den er ejet af de samme kredse, der har styrtet os i ulykke. Hvis vil havde haft en fri presse, der havde kunnet og ville kontrollere de sande magthavere, var vi ikke kommet ud i det stormvejr, der nu hersker."

Ég sé ekki betur en að hann sé að segja að það sé fjölmiðlum að kenna hvernig fór. Það eru aldeilis valdamiklir fjölmiðalarnir hér á landi.

Það er fátt hættulegra en fórnarlamb sem berst fyrir lífi sínu - því er sama hvað það gerir til að koma sér úr lífshættu.


Frelsi fuglsins

Nú eru tveir dagar síðan kötturinn FLosi lést og Tumi virðist vera búinn að átta sig á því að hann er frjáls. Hann flaug í fyrsta sinn niður á gólf áðan, fram að þessu hefur hann haft auga með kettinum og aðeins sest þar sem hann taldi sig öruggan.  Nú vappaði hann um á gólfinu í leit að einhverju til að tæta og fann inniskóna mína, með mér um borð. Hann gerir ekki greinarmun á gúmmíbotnum og tám sem gerir það að verkum að ég er á flótta undan þessari smáu en hraðskreiðu veru. Nú þarf hann ekki að vara sig á kettinum lengur.

Svo er ólýsanlega fyndið að sjá hann taka dans-syrpuna á sófaborðinu fyrir framan spegilinn, þetta er greinilega þjóðdans þessarar fuglategundar og er tekin gríðarlega alvarlega. Lítil valhopp með tilheyrandi pípi og síðan er pósað fyrir framan spegilinn og þetta er endurtekið hvað eftir annað. Dásamlegt. 


Hætta að borga

Þessi umræða er komin af stað, að hætta að borga af lánum. Skiljanlegt. Enda sé ég ekki af hverju það er ekki hægt að klippa þessar upphæðir niður, þetta er hvort eð er bara tölur á blaði eða tölur inni í tölvum réttara sagt. Einu sinni var hægt að klippa nokkur núll aftan af krónunni og það gerðist ekkert nema að launin mín voru 90.000 kr. einn daginn og 9.000 kr. þann næsta (ef ég man rétt). Og allar matvörur kostuðu einhverja aura.

En hann kisi minn er allur. Var svæfður, enda aðframkominn af nýrnabilun. Kvaddur með þökkum fyrir góða samveru í 14 ár.

Flosi 2

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband