Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Hvað er fréttnæmt?

Það heyrist víða að meirihluti þjóðarinnar sé ekki á bak við frávísunina frægu. Mér finnst enn stærri fréttir að samkvæmt þessari könnun sé tæpur helmingur landsmanna sammála því að klæmráðstefnan hafi verið óæskileg. Nú eru um 10 ár síðan ungir (og eldri) feministar hófu aðgerðir gegn klámbylgjunni. Þá komst í hámæli fréttir af miklum fjölda ungra kvenna frá austur Evrópu sem voru fluttar hingað til að dansa á súlustöðunum sem spruttu upp eins og gorkúlur og netklámið hóf að aukast mikið. Mér er til efs að þá hefði tæpur helmingur þjóðarinnar verið nægilega meðvitaður um hvers eðlis klámiðnaðurinn er. Það hefur sem sé heldur miðað áfram í vakningunni.

Að vera án sjónvarps og uppgötva útvarp.

Vegna óheppilegrar tímasetningar minnar á beiðni um þjónustu hjá Símanum um að taka sjónvarpssendingar í gegnum ADSLið hefur verið sjónvarpslaust hér í 10 daga. Loftnetið á þakinu var ryðgað sundur og loftnetsmaðurinn neitaði að selja mér nýtt loftnet þar sem móttökuskilyrðin eru svo léleg. Það er ástæða til að staldra við það - ekki oft sem svona skínandi heiðarleiki verður á vegi manns. En fráhvarfseinkennin sögðu fljótt til sín. Skjárinn hefur verið sem símalandi gestur í stofuhorninu árum - ef ekki áratugum saman. En það fannst fljótt lækning við þvi - BBC7 útvarpið í gegnum tölvuna. Þar er ótrúlegt úrval af gömlu og nýju útvarpsefni - það elsta frá 1949 - alveg dásamleg dagskrá. Vildi bara vekja athygli á þessari skemmtun sem er engu lík að gæðum.

Góð grein í Independent...

og kemur beint inn í alla klámumræðuna á Íslandi í dag.
http://comment.independent.co.uk/commentators/article2293442.ece

Við fyrirgefum ekki!

Þessar vangaveltur um trúverðugleika - og traust til Ingibjargar Sólrúnar leiðir hugann að því hvort undir niðri sé þjóðin eins og traumatiseraður barnahópur sem mamman sveik. "Hún var búin að segjast ekki ætla að fara - en hún fór samt!"  Það verður seint fyrirgefið. Ef hins vegar er litið til styrks hennar sem stjórnmálaleiðtoga, með vítðæka þekkingu og reynslu, þá er ekki vafi á því að hún veldur jobbinu. Grow up!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband