Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Nú lék lánið við þig!
5.10.2007 | 11:38
Þetta var fyrirsögnin á miða sem starfsmaður Bílastæðasjóðs skildi eftir undir rúðuþurrkunni á bílnum í gær. Þar er bíllinn ávarpaður þannig:
Nú lék lánið við þig! Ath. íbúakort gilda EKKI hér - xx300. Í þetta sinn þarftu EKKI að greiða stöðvunarbrotagjald.
Mér hlýnað um hjartaræturnar fyrir hönd bílsins- satt að segja eru bílastæðaverðir elskulegri við bílinn heldur en við mig. Ég hef aldrei fengið svona vinsamleg skilaboð frá þeirri stétt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)