Breyttir tímar
18.9.2009 | 16:11
Þannig vill til að í kringum mig er margt fólk að láta vinna lítil og stór verk í gömlu hverfunum í borginni. Ég tók tali smið sem ég rakst á við vinnu sína og sem var að skipta um glugga í gömlu húsi - hann sagði að nú væri aðaluppspretta verkefna hjá smiðum að sinna vanræktum eldri húsum - og þau hafa svo sannarlega setið hjá undanfarin 10 ár eða svo. Allir iðnaðarmenn hafa verið uppteknir við að byggja nýtt - heilu hverfin sem standa nú auð - virkjanir, brýr og önnur stór mannvirki. Nú er tími viðhalds á því gamla kominn - og kominn tími til. Nú er hægt að fá iðnaðarmenn til verka - það var nær því ómögulegt fyrir ári síðan. Annar smiður sagði að það hafi engin kreppa komið við hjá sér - nóg af verkefnum í því gamla. Hið besta mál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.