Eyðileggingaröflin farin á kreik

Nú er farið að glitta í öflin sem ætla að eyðileggja rannsóknirnar. Gera rannsóknarnefnd Alþingis tortryggilega og leggja steina í götu Evu Jolie eins og kostur er. Hún er nú reynslubolti og lætur ekki þessi öfl setja sig út af laginu - fór bara beint í fjölmiðla og lét heyrast að hún væri að vinna fyrir íslensku þjóðina takk! Flott.

En í dag er ég full af sorg og reiði - græðgisöflin ætla að eyðileggja Bókabúð Máls og menningar - heimta hærri leigu nú þegar leiga er að lækka alls staðar vegna offramboðs. Nú er ástæða til að Reykvíkingar taki saman höndum og komi í veg fyrir þessa eyðileggingu - þessi bókabúð á sinn sess á Laugaveginum - sérstaklega á þessum döpru tímum þegar hver verslunin á fætur annarri er að gefast upp.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Einmitt, hún Eva Joly gefst örugglega ekki upp fyrr en í fulla hnefana.

Bókabúðir eru því miður á útleið, dýrt að gefa út og halda úti bóksölu.

Margrét Sigurðardóttir, 11.6.2009 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband