Neytendur eru orsök plágunnar.
1.5.2009 | 19:36
Þessi grein í Independent sýni fram á hvernig við uppskerum eins og við sáum. Þar er sýnt fram á hvernig iðnaðarframleiðsla á ódýru dýrakjöti beinlínis býr til svínflensu og væntanlega fuglaflensu líka og sennilega gin og klaufaveikina hræðilegu sem geysaði í Bretlandi um árið. Við þær ömurlegu aðstæður sem dýrin eru alin upp í verða til kjöraðstæður fyrir vírusa til að breyta sér. Vísindamenn eru hér ekki að velta dýravernd fyrir sér - en það er ekki fyrr en við breytum neyslukröfum okkar að við sjáum aftur heilbrigð dýr í viðeigandi umhverfi. Ef það gerist ekki þá verða þessir vírusar skæðari með hverju ári. Það erum við neytendur sem orsökum þessar plágur.
http://www.independent.co.uk/opinion/commentators/johann-hari/johann-hari-lifethreatening-disease-is-the-price-we-pay-for-cheap-meat-1677067.html
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.