Gefa eina krónu en stela 10.
8.3.2009 | 14:29
Eva Joly varpaði enn nýju ljósi á hversu barnalega hefur verið staðið að málum hér. Sjálfri er mér ofboðið ef einhverjir af billjónamæringunum íslensku hafa verið svo kaldlyndir og siðblindir að féfletta þjóð sína. Eva lýsti hversu langt menn eru tilbúnir að ganga til að verja sitt illa fengna fé, með morðhótunum og aftökum. Og lýsing hennar á því hvernig fjölþjóðafyrirtækin fara að því að mergsjúga ríki í Afríku með aðstoð skattaparadísa veldur ógleði. Gefa einn dollar í hjálparstarf en stela síðan 10 dollurum með því að flytja hráefni í burt með aðstoð bankastofnana víða um heim. Má geta sér til að Bónus hafi gert eitthvað svipað hér? Stofna lágvöruverslun fyrir pöpulinn og flytja síðan allt fé úr landinu á meðan eftirlitsmenn sváfu á vaktinni, eða versluðu í Bónus.
Joly: Leita þarf til erlendra sérfræðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru ekki ný tíðindi en er ekki einhver sem getur rifjað upp fjölmiðlafárið sem varð þegar ,,auðmaðurinn" Ólafur Ólafsson og spúsa hans stofnuðu góðgerðarsjóðinn sinn til stryktar börnum í Afríku og buðu svo í ammæli með Elton fyrir sama pening ?????
Jóhannes Einarsson, 8.3.2009 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.