Lífið er nú skondið

Hér er sönn saga.

Nítján hundruð sextíu og eitthvað var ég á ferð með fjölskyldu og vinum uppi á hálendinu - barn að aldri. Við Herðubreiðalindir rákumst við á hóp Ameríkana á ferð og við komumst að því að þetta var hópur tilvonandi tunglfara, geimfara, sem voru að undirbúa sig fyrir að fljúga til tungslins. Þetta var hópur af elskulegum ungum mönnum sem tóku vel í að gefa undirritaðri eiginhandaráritun á smápappír úr skissubók. Bróðir minn fékk að eiga ekta hermanna-tinbrúsa sem hann hélt uppá í mörg ár. Síðan gleymdist þetta smám saman og við systkinin körpuðum stundum um hvað hafi orðið um þennan snepil en hann fannst hvergi. En um daginn var ég að skoða gamla pappíra og þar kom snepillinn í ljós!

En nýlega komst ég í tölvupóstsamband við konu nokkra í Flagstaff, Arizona í Bandríkjunum vegna sameiginlegs áhugamáls. Mögulega stendur til að ferðast á þær slóðir í vor, þar eru indíánabyggðir og landslag til jafns við Íslenskar óbyggðir og hún er barnakennari á þessum slóðum og segist vilja bjóða okkur í heimsókn til sín inn á Indíána "reservation".

Þar sem ég var að vafra um netið í leit að upplýsingum um komu geimfaranna til Íslands fann ég gein eftir einn af geimförunum þar sem hann segir frá þessari ferð til óbyggða Íslands með ljósmyndum. En það sem gerði mig alveg hissa var frásögn hans af því að eftir Íslandsferðina lá leið þeirra til frekari æfinga til smábæjar í Arizona, Flagstaff!

Geimfarar autograph

 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband