Það vantar enn raunsæjar upplýsingar

Ekki má tala ástandið niður nei - en til að tala það upp eða bara tala um það raunsætt verða að vera til alvöru upplýsingar til almennings og atvinnufyrirtækja. Í tómarúmi skapast pláss fyrir hamslausa vitleysu - og óttinn stýrir oft ferðinni við þannig aðstæður.

 Það er ýmist verið að spá hroðalegri nær-framtíð eða bara bærilegri stöðu þar sem "við" ráðum við þessar skuldir og vexti og atvinnuleysi og...

Nú fer sirkusinn að hefjast - undirbúningur fyrir kosningar. Þar verður hver vitleysan af annarri þegar frambjóðendur hefja villtan dans um valdastólana. Er ekki tilbúin til að velja neinn flokk, hvað þá? Og til að bæta gráu ofan á svart skulu nú VRingar kjósa sér fólk í margskonar trúnaðarstörf í VR. Þar stendur valið á milli þriggja karla um toppstöðuna. Ég hef ekki áhuga á neinum þeirra - hvað gera Danir þá?       


mbl.is Ekki má „tala niður" íslenskt efnahagslíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband