Rödd skynseminnar
11.2.2009 | 18:29
Takk Ragnheiður Ólafsdóttir fyrir að setja ofaní við þingheim eins og var kominn tími til að gera. Það er með ólíkindum að fullorðið fólk skuli leyfa sér að vera í sandkassaleik á meðan svo alvarleg mál eru á verkefnalista þingsins. Það er rétt að við - almenningur - fylgist agndofa með hegðun minnihlutans þessa dagana. Eitt er víst - þeir eiga ekki von á mínu atkvæði.
Látið karpið bíða til kosningabaráttunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er hverju orði sannara,virðing Alþingis er að mestu leiti horfin og sorglegt að hlusta á þingmenn hvaðan úr flokki sem þeir koma,haga sér eins og unglingar í ræðukeppni þar sem sá vinnur sem ryður flestum orðum út úr sér,skiptir engu um samhengið.
Enn sem fyrr sanna þingmenn að þeir telja sig æðri en almennig og engu varða afdrif hans,mig hlakkar til kosninga,út með þetta lið.
Klakinn (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.