Loksins!

Langþráður draumur orðinn að veruleika. Þróunin hefur verið sú í mínu skattframtalslífi að fyrst gerði pabbi framtal allra í fjölskyldunni, síðan greiddi ég í mörg ár blóðpeninga fyrir að láta gera framtalið á skrifstofum úti í bæ. Neyðin gerði það síðan að verkum að ég lærði að gera þetta sjálf. Hef sennilega verið ein af þeim fyrstu sem notaði netframtals möguleikann sem hefur sífellt verið að þróast og nú er sem sagt þangað komið að það er ekkert að gera nema lesa yfir og ýta á senda takkann. Þessi framþróun gerir líf mitt svo miklu auðveldara.
mbl.is Þurfa bara að staðfesta framtalið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er að mörgu leiti þægilegasta þjóðfélag

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.2.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband